Vísitala neysluverðs hækkar nánast ekkert á milli mánaða

Dýrtíðin 21. júl 2023

Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í júlí 2023, er 595,8 stig (maí 1988=100) og hækkar um 0,03% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 492,1 stig og hækkar um 0,20% frá júní 2023.

Sumarútsölur hafa verið í gangi og lækkaði verð á fötum og skóm um 8,7% (áhrif á vísitöluna -0,34%). Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) lækkaði um 0,7% (-0,14%) og flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 13,9% (0,28%).

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 7,6% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 7,1%.

Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í júlí 2023, sem er 595,8 stig, gildir til verðtryggingar í september 2023. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 11.764 stig fyrir september 2023.

Frétt af vef Hagstofunnar. Sjá nánar: Vísitala neysluverðs hækkar um 0,03% á milli mánaða

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí