Húsnæðiskreppa er orðið útbreitt vandamál í okkar heimshluta og allt bendir til þess að hún komi verst niður á leigjendum. Hefur húsnæðisskortur og fjármálavæðing á húsnæði leitt af sér útbreidda kreppu og neyðarástand á leigumörkuðum. Þetta kemur fram úttekt Financial Times og birtist í fyrsta hluta umfangsmikillar rannsóknarvinnu miðilisins um stöðu leigjenda í Evrópu . Ætlunin er að birta á næstunni úttekt á orsökum og afleiðingum hinnar alþjóðlegu húsnæðiskrísu sem hefur versnað hratt undanfarin ár vegna hækkandi vaxta og aukins fjármagnskostnaðare fyrir neytendur.
Millistéttin á leigumarkaði
Sífellt fleiri einstaklingar og fjölskyldur neyðast til að finna sér heimili á leigumarkaði vegna íþyngjandi lántökuskilyrða og hækkandi fasteignaverðs. Hefur það aukið álagið enn fekar á leigumörkuðum þar sem ástandið hefur versnað stöðugt á síðastliðnum 15 árum. Hefur innkoma tekjuhærri einstaklinga á leigumarkaði haft þau áhrif að húsaleiga hefur hækkað enn meir en áður. Það hefur haft gríðarlega alvarleg áhrif á terkjuminni þjóðfélagshópa sem hafa verið fastir á leigumörkuðum.
Hafa margir tekið á það ráð að búa í bílum, tjöldum og hreysum vegna ógurlegrar dýrtíðar á leigumörkuðum. Þrátt fyrir ríka viðleitni tekjuægri leigjenda þá eru því miður engar lausnir í sjónmáli. Það ríkir mikill skortur á húsnæði sem að mestu leyti er tilkomin vegna fjármálavæðingar á húsnæðismörkuðum.
Stjórnvöld reyna að slá á hækkun húsaleigu
Þrátt fyrir að leiga hafi lækkað að meðaltali í nokkrum löndum hefur hún hækkað í borgum og á vinsælum svæðum þar sem bæði vinnu og þjónustu er að hafa. Vinsælir ferðamannastaðir hafa orðið einna verst úti úr þar sem ásókn ferðamanna í húsnæði hefur ýtt undir hækkun húsnæðisverðs og húsaleigu og skapað enn frekar skort á húsnæði fyrir íbúa.
Stjórnvöld víða í álfunni hafa með ýmsum hætti reynt að bregðast við ástandinu með regluverki sem hefur orðið að líflínu fyrir marga leigjendur. Miðast regluverkið oftast við að halda aftur af hækkunum á húsaleigu sem eru tilkomnar vegna mikillar eftirspurnar en ekki vegna aukins kostnaðar leigusala. Borið hefur á því að vegna slíkra fyrirætlana að þá hafi leigusalar hert á hækkunum fram að þéim tíma sem slík regluverk koma til framkvæmda. Var það tilfellið í Portúgal á þessu ári, en stjórnvöld hafa boðað mjög hertar reglur á leigumörkuðum sem orsakaði skarpar hækkanir strax í kjölfar þess að slíkar áætlanir voru kynntar.
Alvarleg samfélagsleg áhrif
Dýrtíðin, fjármálavæðing og húsnæðisskortur hefur haft alvarlegar afleiðingar fyrir evrópskt samfélag. Talað er um að skapast hafi eiginlegt náttúruval á húsnæðismörlkuðum þar sem ungu og tekjulægra fólki er fyrirmunað að koma sér upp heimili. Að mati sérfræðinga mun það hafa gríðarlega alvarlegar afleiðingar fyrir þá, framtíðarhorfur og lífskjör. Sífellt fleira ungt fólk á aldrinum um og yfir þrítugt búa þröngt í sambýli við aðra eða leitar á náðir foreldra og annarra nákominna. Margir eiga þess hinsvegar eingöngu kost að gista á sófum til skiptis hjá vinum og venslafólki. Slíkt ástand skerðir að sjálfögðu möguleika þeirra til að stofna til hjúskapar og eignast afkomendur. Telja margir fræðimenn að slíkt muni hafa mikil áhrif á samfélögin í Evrópu.