Í sjávarútvegi birtist aukin framleiðni síðasta áratugar ekki í launahækkunum

Á tímabilinu 2010 til 2019 hækkuðu meðallaun á flestum sviðum atvinnulífsins umtalsvert meira en sem nam mældum virðisauka hverrar vinnustundar. Það er: á flestum sviðum skilaði aukin framleiðni sér í auknum tekjum launafólks, og það ríflega. Þetta kemur fram í skýrslu OECD um stöðu efnahagsmála á Íslandi sem var kynnt í sumar.

Laun í flutningastarfsemi, í gisti- og veitingarekstri, heildsölu og smásölu hækkuðu rétt um tvöfalt meira en sem nam framleiðniaukningu. Hækkun launa fyrir störf í listum og afþreyingu var ívið meiri, um 2,4-föld á við hækkun á framleiðni.

Túlkun á því sem að baki liggur fylgir ekki gögnunum. Þar má þó líklega að nokkru leyti sjá staðfestingu á árangri þeirrar kjarabaráttu sem fór fram á tímabilinu. Þó er rétt að hafa í huga að við upphaf tímabilsins hafði gríðarleg kjaraskerðing komið fram vegna fjármálahrunsins, falls krónunnar og verðbólgu. Því er um að ræða þróun frá lágpunkti. Hækkun launa umfram framleiðni á einmitt þessu tímabili getur því falið í sér leiðréttingu, eftir að laun drógust aftur úr framleiðni í flestum greinum við áfallið eftir Hrun.

Örfá svið skera sig úr fyrir meiri hlutfallslegar hækkanir en önnur, út frá þessu viðmiði. Laun í fjármálageiranum hækkuð þannig áttfalt meira en nam aukinni framleiðni. Þá eru í skýrslunni öll opinber störf vera lögð saman í einn flokk, allt frá stjórnsýslu til umönnunarstarfa og starfa innan heilbrigðiskerfisins. OECD reiknast svo til að virðisaukinn af þeim störfum hafi í heild nánast staðið í stað, um leið og laun fylgdu launaþróun. Miðað við þann útreikning teljast launahækkanir á sviðinu 20-falt hærri á þessu tímabili en sem nemur aukinni framleiðni.

Um leið voru nokkrar undantekningar frá þessari þróun launa, í hina áttina, á tímabilinu, og verulegust á einu sviði: í sjávarútvegi voru launahækkanir umtalsvert lægri en sem nam aukinni framleiðni. Í geiranum jókst virðisauki hverrar unninnar stundar um tæp 6% á tímabilinu. Þar hækkuðu laun þó aðeins um tæp 4,4%, eða fjórðungi minna. Í þeim geira skilaði sér, með öðrum orðum, aukin arðsemi hverrar vinnustundar ekki í launahækkunum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí