Breski íhaldsflokkurinn er í stríði við unglækna og aðra opinberastarfsmenn

Mótmælaspjöld á aðgerðarfundi unglækna fyrir utan Downing-stræti 10, föstudaginn 11. ág. 2023. Unglæknar í Bretlandi voru í fjögurra daga verkfalli vegna harðvítugra deilna við ríkisstjórnina um kjaramál

Tugþúsundir lækna á Englandi gengu út síðasta föstudag til að hefja fjögurra daga verkfall. Kjaradeilan við breska Íhaldsflokkinn, sem er systurflokkur Sjálfstæðisflokksins, hefur verið mjög harðvítug. Nokkur fjöldi þeirra unglækna sem voru í verkfalli voru að stíga sín fyrstu skref í starfi fyrir opinbera heilbrigðiskerfinu „NHS“.

Unglæknar, sem vinna stóran hluta daglegra starfa á sjúkrahúsum og vinna mjög langan vinnudag, munu óhjákvæmilega verða þeir sem þurfa að vinna upp slakan eftir verkfallsaðgerðirnar. Að sögn NHS sagði að aðgerðum og meðhöndlun sjúklinga sem þarf að breyta eða aflýsa muni kosta um 1 milljarður punda, um 175 milljarðar íslenskra króna.

Breska læknafélagið, sem er í forsvari fyrir um 75.000 unglækna, hefur farið fram á 35 prósent launahækkun til að launin séu á pari við verðgildi launa unglækna árið 2008 þegar tekið hefur verið tillit til verðbólgu. Ríkisstjórnin býður þeim aðeins 6 prósent og forsætisráðherrann Rishi Sunak hefur krafist þess að viðræðunum verði slitið.

Unglæknir Sumi Manirajan sem er líka varaformaður kjaraviðræðunefndar bresku læknasamtakanna BMA, sagðist sjá samstarfsfólk sitt „við það að brenna út“ á hverjum degi.

„Það eina sem við erum að biðja um er að launin okkar fari aftur í sama horf og þau voru 2008. Við erum ekki að biðja um launahækkun,“ sagði hinn 29 ára gamli unglæknir við pallborðsumræður fyrir utan University College-sjúkrahúsið í norðurhluta Lundúna.

„Vinir mínir hafa yfirgefið NHS eftir árs starf og farið til Ástralíu,“ sagði Sumi unglæknirinn sem hefur verið í starfi í þrjú ár.

Breski íhaldsflokkurinn heldur því stíft fram að launatilboðið sé sanngjarnt og að með því sé hann að mæta kjarakröfum og bætir við að ekki megi kynda undir verðbólgu.

„Við sem ríkisstjórn verðum að vera ábyrg í launahækkunum, og hlusta á Independent Pay Review-stofnunina,“ sagði John Glen, fjármálaráðherra Bretlands, í samtali við Sky News. Independent Pay Review-stofnunina má líkja við Kjaratölfræðinefndina á Íslandi.

Líkt og sumar aðrar Evrópuþjóðir hefur breska ríkið verið í kjaraskerðingar stríði við launamenn, allt frá kennurum til bílstjóra og hjúkrunarfræðinga sem hafa þrýst á um að laun haldi verðgildi sínu. Á föstudaginn sagði talsmaður stærsta verkalýðsfélags járnbrautarverkamanna að 20.000 félagsmenn þess sem ynnu hjá 14 lestarfyrirtækjum myndu ganga út á föstudaginn 26. og 2. sept.

Í síðasta mánuði tilkynnti ríkisstjórnin einhliða um launahækkun til milljóna opinberra starfsmanna, þar á meðal voru kennarar sem ákváðu að boða til verkfallsaðgerða í kjölfar þessa tilboðs sem lagt var fram, í þeirra tilfelli væri hækkun upp á 6,5%.

Unglæknarnir eru ekki eina stéttin innan NHS sem á í kjaradeilu við ríkið um launamál. Röntgenlæknar og aðrir sérfræðingar hafa einnig verið í kjarabaráttu undanfarið þótt hjúkrunarfræðingar hafi lokið verkfallsaðgerðum sínum í bili eftir að verkfallsboðun félagsmanna stóðst ekki tilskilinn atkvæðafjölda til að heimila verkfallsaðgerðir. Þess má geta að tæknilegar hindranir á verkfallsaðgerðum í Bretlandi eru þær hörðustu í Evrópu. Með alls kyns forms atriðum og kvöðum um lágmarksþátttöku.

Mynd: Mótmælaspjöld á aðgerðarfundi unglækna fyrir utan Downing-stræti 10, föstudaginn 11. ágúst. 2023. Unglæknar í Bretlandi voru í fjögurra daga verkfalli vegna harðvítugra deilna við ríkisstjórnina um kjaramál.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí