Bubbi: Sú stund er runn­in upp að við verðum að berj­ast fyr­ir móður­mál­inu

Menning 17. ágú 2023

„Við erum kom­in á þann stað að við verðum að spyrja okk­ur öll sem hér búum: Vilj­um við tala ís­lensku? Vilj­um við lesa ís­lensku? Vilj­um við syngja ís­lensku lög­in okk­ar með öll­um orðunum sem við skilj­um með hjart­anu og sál­inni? Ef svarið er já þá get­um við ekki leng­ur setið hjá, við verðum að rísa upp,“ skrifar Bubbi Morthens í Mogga dagsins.

„Sú stund er runn­in upp að við verðum að berj­ast fyr­ir móður­mál­inu,“ heldur hann áfram. „Þetta er eng­in drama­tík, þetta er staðreynd. Rík­is­stjórn Íslands, þing­menn lands og þjóðar, lista­menn, lands­menn, all­ir, hvar sem við erum stödd: Stönd­um í lapp­irn­ar. Ferðaiðnaður­inn all­ur, takið ykk­ur tak. Að græða er eitt, hernaður gegn tungu­mál­inu er annað og al­var­legra en svo að þögn­in fái að ríkja bara vegna þess að ein­hverj­ir eru að græða. Án tungu­máls­ins erum við bara klett­ur norður í Dumbs­hafi með fal­lega nátt­úru. Ekki þjóð í eig­in landi.“

Bubbi lýsir því að margt hafi breyst frá því hann var ungur: „Ísland er ekki leng­ur það sem það var þegar ég var ung­ur. Það er varla til sá blett­ur leng­ur á landi voru þar sem ekki má sjá fót­spor og rusl. Höfuðborg­in Reykja­vík er þakin skilt­um á ensku. All­ir veit­ingastaðir eru með ensku sem fyrsta mál, mat­seðlar þar með tald­ir, og það sem meira er: það tal­ar eng­inn ís­lensku á þess­um stöðum – sum­ir segja vegna þess að Íslend­ing­ar fá­ist ekki í störf­in. Og drop­inn hol­ar stein­inn. Íslensk­an sem tungu­mál er að verða horn­reka í orðsins fyllstu merk­ingu. Það má vera að ráðafólki þjóðar­inn­ar finn­ist þetta létt­vægt og taki fagn­andi bréf­um skrifuðum á ensku frá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins sem vilja und­anþágu fyr­ir skipa­fé­lagið Eim­skip. En þá er það vegna þess að við erum í auga storms­ins þar sem lognið er.

En fyr­ir utan geis­ar fár­viðri – felli­byl­ur. Og hann hef­ur nafn og hann heit­ir Enska. Felli­byl­ur­inn Enska fer yfir landið og ríf­ur tungu­málið okk­ar upp með rót­um úr jarðvegi sín­um. Ég fór um dag­inn að hugsa um lög­in mín, Blindsker, Rómeó og Júlíu, Af­g­an, Gott að elska, Fjöll­in hafa vakað, Synetu og Regn­bog­ans stræti svo ein­hver séu nefnd, öll sam­in á ís­lensku fyr­ir fólkið sem tal­ar og skil­ur málið. Íslensk­an er kjarn­inn í list minni, hjartað í lög­un­um. Ég hef verið hædd­ur og smættaður fyr­ir það að ég væri skrif­blind­ur, ekki skrif­andi á ís­lensku. Hér áður fyrr töldu mennta­menn mig jafn­vel ógna tungu­mál­inu. Þó er það svo að ís­lensk­an mín er auðskil­in og lög­in mín hafa ratað í hjarta þjóðar­inn­ar vegna þess að þau eru sung­in á ís­lensku,“ skrifar Bubbu í Mogga dagsins.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí