Efling segir Seðlabankanum til syndanna: „Byrðum er útdeilt á bæði ósanngjarnan og óskynsamlegan hátt“

Verkalýðsmál 25. ágú 2023

Stjórn Eflingar fordæmir öfgafullar hækkanir Seðlabanka Íslands á stýrivöxtum, sem eru langt umfram það sem gert hefur verið í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Þessar hækkanir vaxtakostnaðar bitna langmest á heimilum lágtekjufólks, einstæðra foreldra, yngra fólks á húsnæðismarkaði og innflytjendum.

Rök bankans fyrir þessum aðgerðum halda engu vatni. Það er ekki tekjulægri helmingur þjóðarinnar sem er ábyrgur fyrir eftirspurnarþenslu með of mikilli neyslu, heldur tekjuhærri helmingurinn og svo ofvöxtur ferðaþjónustunnar. Þeir tekjuhærri finna hins vegar lítið fyrir vaxtahækkunum. Byrðum er þannig útdeilt á bæði ósanngjarnan og óskynsamlegan hátt og árangurinn er eftir því.

Húsnæðiskostnaður lágtekjufólks hefur rokið upp og framleiðsla ódýrs íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman, sem magnar húsnæðiskreppuna enn frekar en orðið er.

Ljóst er að þessar aðgerðir Seðlabankans munu gera kjarasamninga á komandi vetri mun erfiðari en ella hefði verið.

Frétt af vef Eflingar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí