Enn vinna karlar á Íslandi fleiri stundir umfram konur en í nokkru öðru OECD-ríki

Launabil kynjanna á Íslandi er nálægt meðaltali OECD-ríkja. Mismunurinn á unnum vinnustundum kynjanna er hins vegar hvergi meiri, innan bandalagsins, en hér. Þetta kemur fram í skýrslu OECD um stöðu og horfur efnahagsmála á Íslandi, sem birt var í sumar. Í ríkjum bandalagsins eru vinnustundir karla að jafnaði rúmlega 4 prósentum fleiri en vinnustundir kvenna. Á Íslandi munar nær 11 prósentum.

Vinstra megin: munurinn á vinnustundaframlagi kynjanna, eftir löndum. Hægra megin: launamunur kynjanna. Á báðum súluritunum er súlan fyrir Ísland lituð rauð.

Frá aldamótum hefur dregið saman með vinnustundafjölda karla og kvenna á Íslandi, segir í skýrslunni. Þó er enn algengt, samkvæmt skýrslunni, að karlar vinni fleiri en eitt starf og vinni langa vinnudag til að bæta upp fyrir lélegt tímakaup, á meðan umönnun barna og heimilisstörf lenda enn í dag frekar í verkahring kvenna. Þá eru konur líklegri til að vinna hlutastörf, en það gera 36% kvenna á móti 13% karla.

Óbreytt skatta- og bótakerfi hvetur ekki

Þá segir í skýrslunni að konur starfi oftar í opinbera geiranum eða við félagsþjónustu, en sjaldnar í stjórnunarstöðum eða störfum sem krefjast menntunar á þeim sviðum sem nú eru víðast hvar nefnd STEM: það er innan raunvísinda, tækni, verkfræði og stærfræði.

Skatta- og bótakerfið veitir að sögn skýrslunnar fáa hvata fyrir þann maka sem er með lægri tekjur, oftast konur, til að skipta úr hlutastarfi í fullt starf. Þrátt fyrir að atvinnuþátttaka beggja kynja sé hér um bil jöfn er fyrir vikið launabilið milli karla og kvenna, eins og fyrr segir, nálægt meðaltali OECD-ríkja.

Í skýrslunni er mælt með að menntakerfi landsins verði lagað að því markmiði að jafna hlutdeild kynjanna milli faggreina og efnahagssviða, en skattlagningu og bótum breytt í þágu þess að draga úr kynbundnum mun á fjölda vinnustunda og launamun.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí