Fjölmiðlastyrkir Lilju vinna gegn Samstöðinni og öðrum nýjum miðlum

Ríkisstjórnin styrkir einkarekna fjölmiðla eftir kerfi sem hyglir miðlum sem fyrir eru en veikir samkeppnisstöðu þeirra sem vilja stofna nýja. Þetta er enn eitt dæmið um styrkjakerfi sem við fyrstu sýn virðist eiga að efla tiltekna atvinnugrein, en sem í raun verndar þau fyrirtæki sem fyrir eru gegn samkeppni.

Styrkirnir byggja á launakostnaði ritstjórna og aðkeyptu ritstjórnarefni. Markmiðið var að styrkir jafngiltu um 30% af þessum kostnaði, væru eins konar endurgreiðsla kostnaðar eins og tíðkast í kvikmyndagerð og bókaútgáfu. Þar gilda sömu reglur fyrir alla, en það á ekki við um styrki til fjölmiðla. Nýr miðill þarf af hafa verið skráður hjá fjölmiðlanefnd í heilt ár. Síðan eru útgjöld ritstjórnar eitt árið lögð til grundvallar um styrk á því næsta.

Samstöðin var skráð í febrúar á þessu ári og getur lagt ritstjórnarkostnað ársins 2024 til grundvallar að styrk fyrir árið 2025. Það líða því tæp tvö ár frá skráningu þar til Samstöðin getur fengið styrk eins og þeir fjölmiðlar sem voru stofnaðir fyrr.

Sé miðað við 30% af ritstjórnarkostnaði fær Samstöðin því ekki rúmlega 30 m.kr. í styrk á þessum árum, sé miðað við 36 m.kr. ritstjórnarkostnað á ári, sem aðrir sambærilegir miðlar fá. Þannig vinna styrkirnir í raun gegn stofnun nýrra miðla og getu þeirra til að hasla sér völl í samkeppni við eldri miðla.

Samstöðin hefur verið byggð upp af áskriftum, styrkjum og takmörkuðum auglýsingum. Sósíalistaflokkur Íslands lætur helminginn af ríkisframlagi til flokksins renna til Samstöðvarinnar og er þetta framlag um 28% af tekjum Samstöðvarinnar í dag. Um 13% teknanna koma frá auglýsingum en um 59% koma frá áskrifendum og í gegnum styrki frá almenningi. Samstöðin er í eigu Alþýðufélagsins, sem er félag áskrifenda. Lesendur, áhorfendur og hlustendur eiga því Samstöðina.

Ef Samstöðin nyti styrkja eins og eldri miðlar myndi ríkið í raun leggja næstum helming á móti almenningi við uppbyggingu þessa fjölmiðils.

Næsta skref Samstöðvarinnar er að bæta við dreifingu á umræðuþáttum á útvarpsbylgjum. Til að tryggja að það sé hægt hóf Samstöðin að safna nýjum 150 áskrifendum um helgina, eða 300 þús. kr. tekjum á mánuði. Þegar hafa safnast 36 þús. kr. svo átakið byrjar vel. Hægt er að skrá sig fyrir áskrift hér: Gerist áskrifendur.

Þau sem vilja styrkja leið Samstöðvarinnar í útvarp geta líka lagt inn á átakssjóð Alþýðufélagsins: Bankanúmer: 1161-26-001669 Kennitala: 550891-1669

Myndin er af Lilju Alfreðsdóttur menningarráðherra með merki Samstöðvarinnar í bakgrunni.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí