Í aðeins einu Evrópulandi starfar hærra hlutfall íbúa við ferðamennsku eða ferðatengdan iðnað en á Íslandi, samkvæmt upplýsingum gagnaveitunnar Our World in Data. Þau lönd heims þar sem hærra hlutfall starfar við ferðamennsku en hér eru sex, ef frá er talið kínverska sjálfstjórnarhéraðið Makaó: Mónakó, Cayman-eyjar, Malasía, Líbanon, Tæland og Sameinuðu arabísku furstadæmin. Eina Evrópulandið í þeim hópi er furstadæmið Mónakó, þar sem alls búa 38.000 manns.
Þar á eftir kemur Ísland, þar sem 5,1% íbúa starfa við ferðamennsku. Næsta Evrópuríki á eftir Íslandi er Spánn með 5,0% hlutfall.
Hafa verður þann fyrirvara að talnagögnin um Spán og Ísland eru frá árinu 2021, en misjafnt er eftir löndum hversu nýleg gögnin eru. Í Danmörku og Noregi starfa 3,4% íbúa við ferðamennsku, í Finnlandi og Svíþjóð 2,3%.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.