Herforingjastjórnin í Níger býr sig undir innrás frá Vestur-Afríkuríkjum

Herforingjastjórnin í Níger, sem tók völdin í landinu 26. júlí síðastliðinn í valdaráni, hefur hafnað úrslitakostinum sem Samband efnahagslegrar samvinnu Vestur-Afríkuríkja (ECOWAS) gaf henni í gær, sunnudag. Sambandið hafði gefið herforingjastjórninni frest fram á sunnudag til að færa Mohamed Bazoum, forsetann sem hún steypti af stóli, aftur til valda ellegar standa frammi fyrir innrás í landið.

Herforingjastjórnin neitaði þessu og hefur nú lokað loftrými landsins í undirbúningi fyrir innrás Vestur-Afríkuríkja.

Þúsundir stuðningsmanna herforingjastjórnarinnar söfnuðust saman í gær í Níamey, höfuðborg Níger, þegar ljóst var að herforingjastjórnin ætlaði ekki að verða við kröfu Vestur-Afríkuríkja.

Talsmaður herforingjastjórnarinnar, Amadou Abdramane, tilkynnti lokunina á loftrýminu í ávarpi í ríkisfjölmiðli landsins. Á sama tíma sagði hann að búið væri að flytja herlið inní tvö lönd Mið-Afríku, í undirbúningi fyrir innrás í landið, og að herforingjastjórnin væri tilbúin til að verjast með öllum hernaðarmætti landsins, með stuðning fólksins að baki sér.

ECOWAS er nú þegar búið að beita Níger ýmsum hörðum efnahagsþvingunum, þ.á.m. ferðabanni ásamt því að þau hafa svo gott sem skorið á innflutning á orku til landsins.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí