Hópuppsögn Skagans 3X á Ísafirði óvænt í ljósi uppgangs í atvinnulífi bæjarins

Hátæknifyrirtækið Skaginn 3X mun leggja niður starfsstöð fyrirtækisins á Ísafirði og hefur sagt upp öllum 27 starfsmönnum fyrirtækisins í bænum, að því er kemur fram í tilkynningu. Öll framleiðsla fyrirtækisins mun þar eftir fara fram á Akranesi.

Skaginn 3X er hátæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í gerð kæli- og vinnslukerfa fyrir sjávarútveg og annan matvælaiðnað. Þýska stórfyrirtækið Baader keypti allt hlutafé Skagans 3X árið 2022. Í umfjöllun Vísis er sagt að fyrirtækið hafi í kjölfar eigendaskiptanna þurft að fara í „viðamikið endurmat á skuldbindingum og kröfum“.

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, sagði í samtali við blaðamann að hópuppsögnin sé þungbær, „eins og gefur að skilja. Þetta er auðvitað mikilvægur vinnustaður. Við höfum áhyggjur af starfsfólkinu sem er að missa vinnuna.“

Vonaði að þeir sæju til sólar

Aðspurð hvort tíðindin hafi verið óvænt svaraði bæjarstjórinn: „Maður átti ekki von á þessu núna, þar sem er uppgangur í atvinnulífinu hér, og ég var að vona að fyrirtækið sæi tækifæri í að taka þátt í uppganginum með okkur. En þeir áttu í rekstrarerfiðleikum í fyrra. Þá sögðu þeir upp fólki en drógu það til baka, svo ég var að vona að þeir hefðu séð til sólar. Svo þetta kom ekki beint á óvart, en tímapunkturinn gerði það þó, því það er að öðru leyti bjart yfir atvinnulífinu.“

Undir venjulegum kringumstæðum væri þetta væntanlega mjög þungt högg fyrir bæjarfélag á stærð við Ísafjörð?

„Jú og það er alltaf þungbært þegar fólk missir vinnuna, eins og gefur að skilja. Hugur okkar liggur fyrst og fremst hjá starfsfólkinu. En við erum í annarri stöðu núna en fyrir áratug. Ég vona að önnur fyrirtæki á svæðinu sjái tækifæri í að bjóða þessu hæfa starfsfólki vinnu. Og kannski að önnur fyrirtæki sjái jafnvel tækifæri í að hefja rekstur hér, á þessum grunni.“

Nú eru þetta væntanlega sérhæfð störf að mörgu leyti. Má gera ráð fyrir að fólk finni störf á svæðinu eða er líklegt að þetta leiði til mikils brottflutnings?

„Ég vona að fólk finni hér störf við hæfi, þó að það muni kannski taka einhvern tíma. En þetta er vel hæft fólk og það ætti að vera eftirsótt til starfa.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí