Í Evrópu verða allir snjallsímar með útskiptanlega rafhlöðu árið 2027

Evrópusambandið krefur alla framleiðendur snjallsíma um að skipta verði hægt um rafhlöður nýrra síma, í síðasta lagi frá og með árinu 2027. Evrópska ráðið veitti reglugerðinni gildi í sumar. Hún er álitin stórsigur hreyfingarinnar um réttinn til viðgerða.

Þó að reglugerðin nái aðeins til ríkja Evrópusambandsins, auk þess sem vænta má að hún verði innleidd á Íslandi, í Noregi og Liechtenstein, gegnum EES-samninginn, þá er talið líklegt að hún hafi alþjóðleg áhrif, þar sem kostnaðarsamt yrði fyrir framleiðendur að hanna og framleiða tæki sín með öðru móti, að þessu leyti, fyrir ólíka heimshluta.

Þar á sama við og um fyrri reglugerð ESB, sem krefur alla snjallsímaframleiðendur um að nota sömu tengi, USB-C, til að tryggja að hleðslutæki nýtist á milli tækja og draga þannig úr sóun. Gert er ráð fyrir að símar Apple fyrirtækisins innleiði þetta tengi, í stað hins sérhannaða Lightning-tengis, í nýjum símum frá og með næsta ári, og ekki aðeins í löndum Evrópu.

Rétturinn til viðgerða

Samkvæmt nýju reglugerðinni verður rafhlaða snjallsíma ekki aðeins að vera útskiptanleg, heldur það auðveldlega, af notanda tækisins sjálfum, án sérkunnáttu. Mashable greindi frá.

Rétturinn til viðgerða er hugtak sem hefur nokkuð borið á undanfarin ár, enda stendur alþjóðleg grasrótarhreyfing að baki því: the right-to-repair movement. Með því að innleiða hugmyndina um rétt notenda og eigenda tækja til að gera við þau er ætlunin að draga úr sóun, enda séu viðvarandi umhverfisspjöll af því að farga annars heilum búnaði vegna bilunar í einum íhlut. Hreyfingin lítur þó ekki aðeins á sig sem umhverfishreyfingu, heldur snúist rétturinn til viðgerða einnig um sjálfsforræði: það sé valdsvipting fólgin í því þegar framleiðendur gera ráðstafanir til að meina eigendum búnaðar fullan aðgang að honum, að meðtöldum mögulegum viðgerðum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí