Íbúar Kristíaníu gerðu uppreisn gegn glæpagengjum
55 íbúar Kristjaníu gerðu í gær uppreisn gegn glæpagengjunum sem stjórna fíkniefnasölunni í frírikinu á Kristjánshöfn í Kaupmannahöfn.
Um var að ræða aðgerð sem hópur íbúa Kristjaníu höfðu undirbúið í nokkra mánuði, og fólst í að þremur gámum ásamt 15 steypuklossum var komið fyrir við alla innganga að „Pusher street“, en það er sú gata þar sem fíkniefnasalan fer að langmestu leyti fram.
Hópurinn sem stóð að aðgerðinni gaf út tilkynningu til fjölmiðla þar sem lýst var yfir að gripið væri til þessara aðgerða í þeim tilgangi að „frelsa Kristíaniu undan yfirráðum glæpagengjanna“.
Aðgerðahópnum tókst að stöðva alla inngöngu inná þessa alræmdu götu tímabundið í gær, en nú er þó búið að fjarlægja allar hindranirnar sem settar voru upp.
Ekstra bladet segir að fíkniefnasalan sé komin aftur í gang. Danska lögreglan segist þó hvorki geta staðfest né neitað því, í samtali við fréttamiðilinn Ritzau.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward