Kópavogur sé að reyna að losa sig við fátæka fólkið með því að hækka leikskólagjald

Á dögunum var tilkynnt í Kópavogi að til stæði að taka upp nýtt kerfi í leikskólum bæjarfélagsins. Í stuttu máli snýst það um að hafa fyrstu sex tímana ókeypis en snarhækka verðið eftir það. Svo mikið að leikskólagjöld í Kópavogi verða þau hæstu á höfuðborgarsvæðinu þegar ný gjaldskrá tekur gildi í september.

Nokkuð skiptar skoðanir hafa verið um þessar breytingar en bæjaryfirvöld vilja meina að þetta eigi að stuðla að því að börn dvelji skemmur á leikskólum yfir daginn. Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, tekur ekki undir en í kvöldfréttum RÚV í gær sagði hann aðð hækkun leikskólagjalda í Kópavogi lendi fyrst fremst á foreldum með lítið stuðningsnet og sveigjanleika í starfi. Með öðrum orðum þá sé það helst fólk í lágtekjustörfum og sem berst í bökkum sem má búast við því að verða fyrir enn einni tekjuskerðingu í haust.

Það er að segja ef það býr enn í Kópavogi en Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður telur að markmiðið með þessari hækkun snúist í raun ekkert um leikskóla. Hann telur að meirihlutinn í Kópavogi, meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, sé með þessu gagngert að færa sig nær Seltjarnarnesi og Garðabæ. Það sé gert með því að búa til hvata fyrir fátækt fólk að flytja úr bæjarfélaginu.

Illugi skrifar: „Kópavogur ætlar að fara „all-in“ á braut Seltjarnarness og Garðabæjar, losa sig við fátæka fólkið en hampa þeim ríku. Þetta er markviss leið til þess. Fátæka fólkið skal sent til Reykjavíkur og svo híar ríka fólkið í úthverfunum á félagsleg vandamál sem þar segja til sín. Held’essi stjórnvöld í Kópavogi ættu að skammast sín, en þau munu auðvitað ekki gera það.“



Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí