Bæjarfulltrúar afþakka launahækkun
Bæjarráðsfulltrúar í Reykjanesbæ samþykktu samhljóða á fundi bæjarráðs í gær að falla frá fyrirhuguðum launahækkunum samfara hækkun þingfararkaups.
Í Fundagerðum segir: „Samkvæmt samningum ættu laun bæjarfulltrúa Reykjanesbæjar að hækka í samræmi við þingfararkaup í júlí nk. Launin eru hlutfall af launum þingmanna og eru hlutastörf.“
Í bæjarráði í Reykjanesbæ sitja Friðjón Einarsson formaður (S), Guðný Birna Guðmundsdóttir (S), Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir (B), Margrét A. Sanders (D) og Valgerður Björk Pálsdóttir (Y).
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward