Leggur til að slembivalið stjórnlagaþing fái frumvarp að nýrri stjórnarskrá til meðferðar

Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur og fyrrum fulltrúi í stjórnlagaráði, lagði til í morgunútvarpinu að sett yrði á laggirnar stjórnlagaþing sem fengi frumvarp stjórnlagaþings af nýrri stjórnarskrá til afgreiðslu ásamt þeirri vinnu sem Alþingi lagði í málið á sínum tíma. Eiríkur vill ekki að kosið verði til stjórnlagaþings heldur að þingið verði slembivalið að 2/3 hlutum en 1/3 verði þingmenn valdir af Alþingi. Fyrirmynd af þessu sækir Eiríkur til Íra, sem tókst að endurnýja sína stjórnarskrá, öfugt við Íslendinga.

Eiríkur sér fyrir sér að þetta stjórnlagaþing sendi niðurstöður sínar til Alþingis og ef Alþingi samþykkir verði ný stjórnarskrá lög fyrir þjóðina í tengslum við næstu Alþingiskosningar.

„Þátttökulýðræði hefur víða rutt sér til rúms og er nú oftlega viðhaft til hliðar við hið hefðbundna fulltrúalýðræði. Almennir borgarar kallaðir til rökræðu og ákvarðanatöku um álitaefni sem síður fæst skorið úr með aðferðum hefðbundinna stjórnmála. Borgaraþing eru á meðal tækja sem brúkuð hafa verið í þá veru og fjöldi slíkra hefur verið nýttur við stjórnlagagerð,“ skrifar Eiríkur á Facebook-vegg sinn.

Tillögur Eiríks eru eilítið frábrugðnar þeim tillögum sem Sósíalistaflokkurinn hefur lagt til, en samt mjög líkar um flest. Í erindi flokksins fyrir síðustu kosningar, Endurvakning sjálfstæðisbaráttu almennings, sagði um stjórnarskránna:

„Eitt er að slembivelja stjórnlagaþing sem endurskoðaði stjórnarskrá lýðveldisins reglulega, hið fyrsta myndi byrja á frumvarpi stjórnlagaráðs frá 2011 sem samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu að yrði grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Með slembivali væri tryggt að stjórnarskráin væri ekki sett af þingheimi eða þröngri elítu heldur endurspeglaði vilja meginþorra fólks. Með þessu væru grunnlögin aðgreind frá átökum daglegra stjórnmála. Reynslan hefur sýnt að Alþingi hefur verið um megn að gera gagngera endurskoðun á stjórnarskrá eða afgreiða frumvarp stjórnlagaráðs. Með því að Alþingi skeri sig frá ferlinu og feli stjórnlagaþingi að afgreiða frumvarp stjórnlagaráðs er hægt að leysa þann hnút sem þetta mál er í bæði auðveldar og fyrr.“

Erindi Sósíalista snerist um hvernig efla mætti virkni lýðræðis, meðal annars með því að draga stjórnarskrármálið frá Alþingi og færa þjóðinni. En þar var líka fjallað um útvíkkun kosningaréttar, eflingu almannasamtaka, færslu ýmissa stofnana frá stjórnum kjörnum á Alþingi til beinna kosninga almennings, svo sem Ríkisútvarpið, þjóðgarðar og Tryggingastofnun, einnig hverfisskóla.

„Markmið þessara breytinga er að dreifa valdi og færa það sem næst fólki, út í hverfin og sveitirnar, út til hagsmunahópanna og þeirra sem háðastir eru þjónustunni. Og draga með því úr valdi auðvalds og elítu,“ sagði í erinfi flokksins.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí