Lögreglan telur helst hættu á hryðjuverkum frá hægri-öfgamönnum

Hlaðvarp Morgunblaðsins, Dagmál, birti í dag, þriðjudag, tæplega klukkustundarlangt viðtal við Runólf Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjón hjá greiningardeild Ríkislögreglustjóra. Tveir blaðamenn Morgunblaðsins sitja þar á spjalli við Runólf og fara vítt og breitt um stöðu öryggismála frá sjónarhóli lögreglunnar. Þungamiðja viðtalsins, sem Runólfur víkur ítrekað að, er að greiningardeildin þurfi skýrari lagaramma: „þetta sem hefur verið kallað forvirkar rannsóknarheimildir, síðan var þetta kallað afbrotavarnarfrumvarpið“, annars vegar, en hins vegar aukinn mannskap. Hann segir nú 700 lögreglumenn með lögreglumenntun starfandi á landinu, en myndi vilja sjá þeim fjölgað í um þúsund.

Heimildir til að þurfa ekki að afhenda verjendum gögn

Aðspurður um hvað hinar auknu heimildir og skýrari lagarammi þyrfti að styrkja útskýrir Runólfur í viðtalinu:

„Já, það væri þannig að lögreglan, í ákveðnum málum, ef það er svona ákveðinn þjóðaröryggisvinkill á því, þá gætum við þurft að nýta einhvers konar neyðarhemil til þess að leggja ekki fram ákveðnar upplýsingar í sakamáli. Eða geta haldið upplýsingum hjá okkur, en ekki eins og staðan er í dag að við þurfum að fara í sakamálaferilinn. Þá er það þannig að við þurfum að upplýsa verjendur og afhenda gögn og annað. Þannig að það er búið að tryggja það í nágrannalöndum okkar að þegar þetta er orðið svona einhvers konar þjóðaröryggisstimpill á málum sem lögreglan vinnur í, að þá komi inn ákveðnar heimildir, sem tryggja það að lögreglan getur starfað aðeins á annan hátt heldur en á grundvelli sakamála.“

Ógn af ungum karlmönnum sem upplifa sig jaðarsetta og kynnast öfga-hægrinu

Spurður um þær ógnir sem steðja að landinu og gætu talist til viðfangsefna greiningardeildarinnar, þ.e. ógnir sem varða þjóðaröryggi, hryðjuverk eða skipulagða brotastarfsemi, segir Runólfur öfgahægrihópa efsta á blaði:

„Það sem við höfum áhyggjur af í dag er þessi hægriöfgahyggja, þar sem að þetta er komið, já, út fyrir allt velsæmi, aðdáun á ákveðnum kenningum, sem að ungir karlmenn, sem eru að upplifa sig jaðarsetta í samfélaginu, geta leiðst út í það að hatrið á samfélaginu verður það mikið að þeir geta farið að velta fyrir sér einhvers konar ofbeldisverknaði. Meginhluti þeirra sem eru inni á þessum hópum, sem er kallað right-wing extremism, meginhlutinn af þeim er bara fólk sem er bara með sínar skoðanir, hversu ógeðfelldar sem þær eru. Það eru þessir einstaklingar sem við höfum áhyggjur af, þeir eru inni í svona umhverfi, þar sem ógeðfelldar skoðanir eru, og það er einhvers konar jarðvegur hjá þessum ungu karlmönnum, sem að getur orðið til þess að þeir upplifa sig svona mikið jaðarsetta, að þeir geta farið að undirbúa …“

Að því sögðu greip blaðamaður fram í fyrir Runólfi og spurði hverjar forvarnirnar væru. „Maður myndi halda að félagsþjónustan þyrfti að grípa svona menn sem börn eða unglinga … hvar liggur línan?“

Runólfur svaraði:

„Já, þar einmitt kemur þetta, talandi um lagaheimildir, að við þurfum að eiga gott samstarf við félagsmálayfirvöld, við heilbrigðisyfirvöld, að geta gripið inn í þegar einhver teikn eru um það, þegar áhættugreining segir okkur það að þessi einstaklingur er mögulega, hakar í það mörg box hjá okkur í áhættugreiningunni að við þurfum að grípa inn í. Þarna myndi okkur líða afskaplega vel með það að vera með skýrar lagaheimildir um hversu mikilla upplýsinga við getum aflað um svona einstakling. Fyrirfram. Áður en hann er búinn að gera nokkuð.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí