Samkvæmt samræmdri vísitölu evrópsku hagstofunnar var verðbólga hér 7,5% í júlí, meiri en í öðrum löndum Vestur-Evrópu. Þar hafa áhrif hækkunar á orku gengið niður. Verðbólga mældist 6,5% í Þýskalandi í júlí og 5,1% í Frakklandi. Á Norðurlöndunum er verðbólga mest í Svíþjóð, 6,3%, en minnst í Danmörku, 3,2%.
Vextir eru hærri á Íslandi en í öllum þessum löndum. Þeir hækkuðu fyrr og meira en í nágrannalöndunum Þar hækkuðu vextir minna en verðbólgan kom samt niður. Rökin fyrir hærri vöxtum hér en annars staðar er að hér sé þensla.
Hagstofan birti líka launavísitöluna fyrir júlí í morgun. Vísitalan lækkar, sem gerist ekki oft. Hún hefur þó hækkað um 10,7% síðustu tólf mánuði á sama tíma og samræmd vísitala neysluverðs hefur hækkað um 7,5%. Það merkir að laun hafa hækkað um tæp 3% umfram verðlag, að meðaltali, síðustu tólf mánuði.
Hér má sjá samræmda neysluvísitölu yfir Evrópulöndin.
