Öflug stéttarfélög stuðla að betra og réttlátara samfélagi

Verkalýðsmál 29. ágú 2023

Nú stendur yfir samnorræn ráðstefna stéttarfélaga opinberra starfsmanna í Arild á Höganäs í Svíþjóð. Á ráðstefnunni hittast formenn og starfsfólk stéttarfélaganna á Norðurlöndunum. Umræðuefnið á ráðstefnunni er tileinkað að þessu sinni loftslagsmálum og kjaramálum.

Sjö manna hópur úr stjórn Sameykis ásamt starfsfólki sækir ráðstefnuna sem stendur yfir í þrjá daga.

Við setningu ráðstefnunnar sagði Britta Lejon hjá ST stéttarfélagi (Fackförbundet ST) í Svíðþjóð að miklar breytingar séu í Evrópu vegna stríðsins í álfunni og þær þjóðir sem búa næst við átakasvæðin standi talsverð ógn af. En einnig vegna þess að órói og óvissa ríkir á vettvangi stjórnmálanna og ýmsar öfgar fara vaxandi. Því er það mikilvægt að lýðræðislegar stofnanir, stéttarfélög og bandalög þeirra séu það sterk og sjálfstæð að þau geti bruðgist við þessum breytingum.


Britta Lejon hjá ST stéttarfélagi í Svíþjóð.

„Þess vegna er svo mikilvægt að forystufólk og starfsfólk stéttarfélaganna á Norðurlöndunum hittist reglulega til að styrkja samstarfið og efla vitund um stöðuna á vinnumörkuðum landanna. Það er gott að sjá ykkur hér. Við munum ræða töluvert um loftslagshlýnunina á þessari ráðstefnu sem ekki hefur farið hjá neinum og kannski komumst við að því hvernig best er að bregðast við henni. Einnig munum við tala um vinnumarkaðinn og hvers vegna öflug stéttarfélög skapa aðhald fyrir stjórnmálin og stuðla að betri og réttlátari samfélögum okkar þjóða,“ sagði Britta Lejon.

Frétt af vef Sameykis

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí