Ólafur spáir því að verðbólga minnki lítið næsta árið

Ólafur Margeirsson hagfræðingur segist hafa dundað sér við það í dag að gera sína eigin verðbólguspá fyrir Ísland. Samanborið við spá Seðlabankans þá er Ólafur heldur svartsýnni. Samkvæmt spá hans þá mun verðbólga enn vera um 7 prósent eftir ár. Seðlabankinn telur hins vegar að verðbólga verði þá komin niður í um 5 prósent. Verðbólga mælist nú um 8 prósent.

Mynd af spánni má sjá hér fyrir neðan. „Ég man ekki hver spurði mig að því um daginn hvort ég gæti ekki búið til mína eigin verðbólguspá. Ég svaraði sem var að ég hefði oft hugsað út í það en aldrei komið því í verk Hér má sjá útkomu dunds dagsins, verðbólguspá sem ég mun uppfæra og setja inn á Patreon síðuna hjá mér mánaðarlega í framtíðinni,“ skrifar Ólafur og bætir við:

„Þó nokkur vinna enn sem þarf að eiga sér stað, þarf að bæta t.d. gagnasafnið að baki spánni. Gráa svæðið, sem er óvissubilið á spánni, er t.d. of vítt (skv. módelinu eru 95% líkur á að verðbólga muni falla innan þess, líklegasta gildið er teiknað blátt). Bætt gögn munu vonandi minnka þetta óvissubil. En alls ekki svo slæm fyrsta tilraun, nýjasta verðbólguspá Seðlabankans (frá því í maí) teiknuð inn til samanburðar.“

 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí