Nærri helmingur þeirra Úkraínumanna sem rússar höfðu í haldi í Kherson héraði í upphafi innrásarinnar voru beittir pyntingum og jafnvel kynferðisofbeldi. Þetta kemur fram í nýrri rannsóknarskýrslu sem Mobile Justice Team hefur gert opinbera.
Mobile Justice Team, var stofnað var af alþjóðlegu mannréttindalögfræðistofunni Global Rights Compliance sem hefur unnið með úkraínskum stríðsglæpasaksóknurum síðan héraðið var endurheimt í nóvember, eftir meira en átta mánuði undir stjórn Rússa.
320 mál hafa verið rannsökuð en á svæðinu fundust 35 pyntingarklefar sem rússneski herinn notaði.
„Pyntingarnar benda til þess að Vladimír Pútín Rússlandsforseti ætli að á afmá sjálfsmynd Úkraínumanna sagði Wayne Jordash, framkvæmdastjóri og meðstofnandi Global Rights Compliance. „Aðferðirnar eru slíkar og fjöldi mála að flokka má þetta sem tilraun til þjóðarmorðs” sagði hann jafnframt dæmi um að fangar hafi verið látnir syngja rússneska þjóðsönginn, þeir beittir limlestingum á kynfærum og jafnvel nauðgað eða látnir verða vitni að nauðgun annarra fanga.
Meðal þeirra sem voru í haldi voru núverandi og fyrrverandi úkraínskir hermenn, aðgerðarsinnar, kennarar, læknar, löggæslumenn og leiðtogar Úkraínska samfélagsins.
Anna Mykytenko, lögfræðingur sem sérhæfir sig í málefnum Úkraínu hjá Global Rights Compliance, sagði einnig: „Það sem við erum að verða vitni að í Kherson er bara toppurinn á ísjakanum í villimannlegri áætlun Pútíns til að útrýma heilli þóð. Hún sagði réttlætinu verða fullnægt fyrir úkraínska eftirlifendur þegar væri búið að bera kennsl á og draga gerendur til ábyrgðar. Refsileysi sé ekki valkostur.
Nauðgun og kynferðisofbeldi sem aðferð í stríðsrekstri hafa verið viðurkennd af Sameinuðu þjóðunum sem „stríðsglæpir, glæpir gegn mannkyni og tilraun til þjóðarmorðs“.