Reiði í Japan vegna tengingar Barbie við kjarnavopn – Warner biðst afsökunar

Almenn hrifning ríkir yfir tveimur kvikmyndum þetta sumar. Önnur segir sögu af dúkkunni Barbie, en hin fjallar um þann vísindamann sem öðrum fremur bar ábyrgð á þróun kjarnorksuprengjunnar, Robert J. Oppenheimer. Sameiginleg markaðssetning myndanna tveggja, sem voru frumsýndar sama dag, hefur ekki farið fram hjá mörgum. Í hefur hins vegar tekið að bera á reiði yfir markaðsherferðinni, sem geri lítið úr þjáningum fórnarlamba sprengjanna sem Bandaríkin vörpuðu á borgirnar Hiroshima og Nagasaki í lok síðari heimsstyrjaldar.

Universal framleiðir Oppenheimer en Warner Bros. framleiðir Barbie. Myllumerkið #barbenheimer hefur sést víða, þar sem titlum myndanna tveggja er skeytt saman í eitt orð. Meðal notenda samfélagsmiðla í Japan ber nú aftur á móti töluvert á myllumerkinu #nobarbenheimer.

Meðal þeirra sem hafa mótmælt sameiginlegri markaðssetningu myndanna er dótturfyrirtæki Warner Bros. í Japan. Um slíkt eru fá dæmi og urðu mótmæli dótturfyrirtækisins til þess að í dag, þriðjudaginn 1. ágúst, lét Warner Bros. í Bandaríkjunum frá sér yfirlýsingu þar sem fyrirtækið sagðist „harma óvarkára beitingu samfélagsmiðla nýverið“ og baðst „innilega afsökunar“.

New York Times hefur fjallað um málið, meðal annarra miðla.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí