Ríkisstjórnarflokkarnir halda áfram að falla í ágúst-könnun Maskínu. Samanlagt fylgi Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vg var 54,3% í kosningunum fyrir tæpum tveimur árum en mælist nú aðeins 33,2%. Í kosningunum 2021 kusu rúmlega 108 þúsund manns þessa flokka. Fylgistapið í dag jafngildir því að 44 þúsund manns hafi snúið frá ríkisstjórnarflokkunum.
Ef kosið yrði nú fengi Sjálfstæðisflokkurinn 12 þingmenn, tapaði fimm. Vg fengi 4 þingmenn, tapaði fjórum. Framsókn fengi 6 þingmenn, tapaði sjö. Sextán stjórnarþingmenn af 38 eru því fallnir.
Samfylkingin tekur mest til sín af því fylgi sem stjórnarflokkarnir hafa fælt frá sér. Samfylkingin fengi 17 þingmenn, bætti við sig ellefu. Píratar fengju 9 þingmenn, bættu við sig þremur. Viðreisn fengi 6 þingmenn, bætti við sig einum. Samanlagt fylgi þessara flokka, sem hafa oft á tíðum verið samstíga í stjórnarandstöðu, mælist 48,7% sem gæfi eins manns meirihluta á þingi, 32 þingmenn alls.
Miðflokkurinn bætir líka við sig, fengi 5 þingmenn, bætti við sig þremur. Flokkur fólksins tapar hins vegar fylgi, fengi 4 þingmenn og myndi missa tvo. Sósíalistar mælast með sama þingi og í kosningunum 2021.
Niðurstöður könnunar Maskínu eru annars þessar:
Ríkisstjórn:
Sjálfstæðisflokkur: 17,6% (-6,8 prósentur)
Framsóknarflokkur: 9,2% (-8,1 prósentur)
Vg: 6,4% (-6,2 prósentur)
Ríkisstjórn alls: 33,2% (-22,1 prósentur)
Hin svokallaða frjálslynda miðja:
Samfylkingin: 26,1% (+16,2 prósentur)
Píratar: 13,1% (+4,5 prósentur)
Viðreisn: 9,5% (+1,2 prósentur)
Hin svokallaða frjálslynda miðja: 48,7% (+21,9 prósentur)
Ný-hægri andstaðan:
Miðflokkurinn: 7,9% (+2,5 prósentur)
Flokkur fólksins: 5,9% (-2,9 prósentur)
Ný-hægri andstaðan: 13,8% (-0,4 prósentur)
Stjórnarandstaða utan þings:
Sósíalistaflokkurinn: 4,2% (+0,1 prósentur)