Segir ógn til staðar frá hægri öfgahópum

Hryðjuverkaógn 3. ágú 2023

Öfga­hægri­menn eru helsta hryðju­verka­ógn­in á Íslandi. Þeir hafa m.a. notað tölvu­leikja­spjall til að ræða öfga­hug­mynd­ir sín á milli. Ekki eru merki um íslamska öfga­menn hér á landi. Þetta seg­ir Run­ólf­ur Þór­halls­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn í grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra, í sam­tali við Morg­un­blaðið í morgun.

Í viðtalinu kemur fram að norska lög­regl­an segir alþjóðlega hryðjuverkaógn helst stafa af öfga hægri- og vinstri­hóp­um sem og öfgamúslimum. Að sögn Run­ólfs eru öfga­vinstri­menn helst ógn í S-Evr­ópu, á Spáni og á Ítal­íu. Hér sé helsta ógn­in hægri öfga­hóp­ar. „Að okk­ar mati er hún að ein­hverju leyti til staðar hér. Við verðum að fylgj­ast mjög vel með þeirri þróun, en hún er úti um all­an heim,“ seg­ir hann.

Run­ólf­ur segir að eins og staðan er núna er eng­in opin rann­sókn á öfga­hægri­hóp­um hér­lend­is en lög­reglan fá fleiri ábend­ing­ar en áður vegna öfga­hægrimanna, meðal ann­ars frá er­lend­um sam­starfsaðilum. Fyrir stuttu voru tveir ungir menn, sem aðhylltust öfgahægrið, ákærðir fyrir að skipuleggja hryðjuverð en þeirri ákæru var vísað frá dómi. En ný ákæra hefur verið birt.

„Það hafa komið ábend­ing­ar frá er­lend­um sam­starfsaðilum um að hér séu mögu­lega ein­hverj­ar ís­lensk­ar teng­ing­ar inni á ein­hverj­um spjall­borðum sem þeir verða var­ir við. Þá miðla þeir þeim upp­lýs­ing­um til okk­ar og við skoðum það frek­ar. Í flest­um til­vik­um lýk­ur því án þess að við opn­um form­lega rann­sókn,“ seg­ir Run­ólf­ur. Hann segir að síðasta vet­ur hafi lög­regla fengið eitt slíkt mál sem leiddi til hand­töku og hús­leit­ar. en fór ekki lengra.

Run­ólf­ur segir engin merki um ógn frá öfgafullum múslimum. „Við erum hér með múslimasamfélög en þau eru í minni kant­in­um og við sjá­um eng­in merki um það að verið sé að inn­prenta ein­hverja öfga­hyggju hér á landi.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí