Segir þingmenn verða að sannfæra flokksfólk um að þeir séu trúir grunnhugsjónum flokksins

„Traust grund­vall­ast á því sem menn sýna í verki, en skrum gref­ur und­an trausti. Ef flokks­ráðsfund­ur­inn á að skila ár­angri þarf þar að eiga sér stað kraft­mik­il umræða, ekki orðagjálf­ur, um sjálf­stæðis­stefn­una í fram­kvæmd. Þar verða kjörn­ir full­trú­ar að sann­færa fund­ar­menn um það að þeir séu í reynd „trú­ir grunn­hug­sjón­um“ og að hug­ur fylgi máli þegar vísað er til þeirra í ræðum og grein­um,“ skrifar Arnar Þóir Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Mogga dagsins.

Arnar Þór nefnir tvö mál sem hann vill fá skýra afstöðu frá kjörnum fulltrúum flokksins á fundinum á morgun:

„Ætla þing­menn og ráðherr­ar að standa vörð um sjálf­stæðis- og frels­is­hug­sjón flokks­ins í umræðum um ný sótt­varna­lög? Er frum­varp ut­an­rík­is­ráðherra um bók­un 35 í sam­ræmi við þá grund­vall­ar­hug­sjón Sjálf­stæðis­flokks­ins að lög­in eigi sér lýðræðis­lega rót?“ spyr Arnar.

„Hyggj­ast þing­menn og ráðherr­ar standa gegn hug­mynd­um for­sæt­is­ráðherra um tak­mörk­un á tján­ing­ar­frels­inu, sbr. þings­álykt­un­ar­til­lögu um „aðgerðaáætl­un gegn hat­ursorðræðu fyr­ir árin 2023-2026“?“ spyr hann líka.

Arnar Þór er formaður Félags Sjálfstæðisflokksmanna um fullveldismál, en þrír aðrir félagar í því félagi skrifa sameiginlega í Mogga dagsins, Birg­ir Örn Stein­gríms­son, Jón Kári Jóns­son og Júlí­us Vals­son. Í grein þeirra kemur fram að félagið mun leggja fram tillögu til ályktunar á fundinum á morgun, sem hljóðar svo: „Flokks­ráð Sjálf­stæðis­flokks­ins hvet­ur ut­an­rík­is­ráðherra til að draga til baka frum­varp til laga um breyt­ing­ar á lög­um um Evr­ópska efna­hags­svæðið nr. 2/​1993 (bók­un 35). Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mun standa vörð um full­veldi Íslands og frelsi þjóðar­inn­ar til að setja sín eig­in lög án ytri þving­un­ar. Fé­lags­menn í FSF skora á alla sjálf­stæðis­menn að standa vörð um grunn­gildi og stefnu­skrá flokks­ins með frelsi, lýðræði og full­veldi Íslands að leiðarljósi.“

Það er því augljóst að fullveldissinnar ætla að láta sverfa til stáls á fundinum, neyða kjörna fulltrúa til að samþykkja eða hafna því að sem fullveldissinnarnir telja grunnstefnu flokksins.

Það var rætt við Arnar Þór í vikunni við Rauða borðið þar sem hann fór yfir þessa stöðu. Viðtalið má sjá og heyra hér:

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí