Silfrið snýr aftur, en seint og þá breytt eftir skipulagsbreytingar

„Silfrið mun sann­ar­lega snúa aft­ur síðari hluta sept­em­ber þegar það ligg­ur fyr­ir í hvaða mynd við vilj­um hafa það, þetta [töf­in á Silfri hausts­ins] er vegna skipu­lags­mála og Silfrið mun snúa aft­ur, von­andi sterk­ara fyr­ir vikið, það hef­ur verið á sama tíma í mörg ár og með sama sniði og nú er bara kom­inn tími til að hrista aðeins upp í þætt­in­um,“ seg­ir Skarp­héðinn Guðmunds­son, dag­skrár­stjóri ríkisútvarpsins, í samtali við Moggann í tilefni af frétt Samstöðvarinnar um ekkert Silfur væru á auglýstri dagskrá Ríkissjónvarpsins sem nær inn í október.

Vanalega byrjar þingið um sama leyti og þingið kemur saman, en Alþingi verður sett 12. september. Þá verða endursýndir þættir Gísla Marteins frá því fyrir tíu árum á dagskrá Ríkissjónvarpsins á sunnudagsmorgnum, en ekkert Silfur.

„Það er gripið úr lausu lofti,“ seg­ir Skarp­héðinn Guðmunds­son í sam­tali við mbl.is um að Silfrið verði ekki á dagskrá. Þetta er þó ekki gripið úr lausu lofti heldur úr dagskránni sem Skarphéðinn setur saman, eins og fram kom í frétt Samstöðvarinnar: Þingið kallað saman 12. september – en ekki Silfrið

Í frétt Samstöðvarinnar segir að innan Ríkissjónvarpsins hafi verið uppi hugmyndir um nýjan fréttaskýringa og umræðuþátt um helgar til að taka við af Silfrinu. Og að vel mergi vera að slíkur þáttur skjóti upp kollinum og komi í stað endursýninga á gömlum umræðuþáttum, sem líklega eldast verst alls sjónvarpsefnis. Það er því ekkert gripið úr lausu lofti í frétt Samstöðvarinnar, þar á meðal að til standi að hrista upp í þættinum eins og Skarphéðinn segir.

Sjálfstæðisflokksmenn hafa löngum kvartað yfir að vinstrisinnuðu fólki sé boðið í Silfrið. Fyrir fimm árum var Fanney Birna Jónsdóttir sett inn sem annar umsjónarmaður, en Fanney er gegn Sjálfstæðisflokkskona. Vilji flokksins mun vera að breyta Silfrinu svo það endurvarpi betur því sem hægra fólk kallar borgaraleg gildi. Vinsældir hlaðvarpsþáttar Þjóðmála hefur aukið þeim kjark, þau vilja nú halda því fram að hægri sinnuð þjóðmálaumræða geti verið að alþýðuskapi. Og þar sem Sjálfstæðisflokksfólks og fólk vilhallt flokknum eru í flestum stjórnunarstöðum á Ríkisútvarpinu hefur það öll ráð í hendi sér varðandi Silfrið.

Myndin er úr Silfrinu fyrir tæpu ári. Egill Helgason horfir furðu lostinn á Stefán Ein­ar Stef­áns­son halda einhverju fram.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí