Spáir því að Guðrún taki við af Bjarna sem formaður Sjálfstæðisflokksins

Guðbjörn Guðbjörnsson, yfirtollvörður, óperusöngvari og Sjálfstæðismaður, telur allar líkur á því að Guðrún Hafsteinsdóttir, sem nýverið tók við af Jóni Gunnarssyni sem dómsmálaráðherra, muni verða arftaki Bjarna Benediktssonar. Umræða um hver muni taka við af Bjarna hefur verið talsverð meðal Sjálfstæðismanna nú um nokkuð langt skeið. Ljóst er að Bjarni sjálfur vill að Þordís Kolbrún Gylfadóttir utanríkisráðherra taki við keflinu en með tímanum hefur það orðið sífellt ólíklegra. Sumir Sjálfstæðismenn hafa jafnvel talað um að flokkurinn standi frammi fyrir leiðtogakrísu, það sé enginn hæfur til að taka við Bjarna, þó flokkurinn sem nú ítrekað að mælast undir 20 prósentum undir hans stjórn.

Guðbjörn telur sig hafa fundið lausnina við þessum vanda. „Jæja, þá er hann fundinn: Næsti formaður Sjálfstæðisflokksins (þú heyrðir það fyrst hér). Sjálfstæðisflokkurinn er stjórnmálaflokkur jafnréttis, mannréttinda, umhverfisverndar og framfara og fyrsti þingmaðurinn og ráðherrann sem var kvenkyns var úr okkar flokki. Það skiptir mig „prívat og persónulega“ ekki máli af hvaða kyni fólk er, hæfnin skiptir mig máli,“ segir Guðbjörn.

Hann ber Guðrúnu svo saman við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sem því miður hafi gengið í „sósíalistaflokkinn“ Viðreisn. „Þorgerður Katrín uppfyllti þessar „kríteríur“ en græddi á útrásinni o.fl. og dúndraðist út af þingi, þótt tækifærissinnar í Viðreisn fyndu sér sálufélaga og hafi séð tækifæri í þessari frábæru og hæfileikaríku konu, sem villtist vegar. Hún er nú orðinn sósíalisti, enda af miklu kratakyni, orðin formaður í sósíalistaflokki eins og hún hefði átt að vera allan tímann,“ segir Guðbjörn og bætir við að lokum:

„Guðrún Hafsteinsdóttir pakkaði Þórdísi Kolbrúni og Áslaugu Örnu snyrtilega saman í Kastljós-viðtali sínu. Þarna er komin stórgáfuð, vel menntuð og „sympatísk“ kona, sem er verðugur arftaki Bjarna Benediktssonar. Ég tók þátt í síðustu valdaskiptum og ég er ekki dauður úr öllum æðum. Ég spáði Kristrúnu frama og það rættist og núna er það Guðrún Hafsteinsdóttir.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí