Spyr hvers vegna í ósköp­un­um börn megi ekki vita neitt um Jesúm Krist?

Börn 6. ágú 2023

„Ég hef aldrei fengið jafn sterk viðbrögð við nokkru eins og þess­um orðum. Marg­ir prest­ar sögðu við mig að eng­inn hefði tekið eft­ir þess­um orðum ef prest­ur hefði sagt þau. Þetta er til­finn­ing­in sem þeir hafa,“ segir Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur og fyrsti vara­for­seti kirkjuþings, í samtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur blaðakonu í Sunnudags-Mogganum. Ummælin eru þau sem Kristrún mælti í fram­boðsræðu sinni á kirkjuþingi á síðasta ári þegar hún sagði að Jesús væri besti áhrifa­vald­ur­inn en búið væri að banna börn­um aðgang að hon­um en öll mættu þau horfa á TikT­ok.

Í viðtalinu segir Kristrún að dóm­ar­ar hafi skrifuðu sér og sagst fá alla daga til sín í dómsal ung­linga sem þeir væru að reyna að hvetja til betr­un­ar en næðu engu sam­bandi við um gildi betr­un­ar. Kenn­ar­ar sendu Kristrúnu svipuð skila­boð um að það væri eins og börn­in hefðu eng­in viðmið leng­ur, eins og þau fengu hér áður fyrr úr sunnu­daga­skól­an­um.

„Þetta hang­ir sam­an við þá þróun sem varð eft­ir að borg­ar­meiri­hlut­inn í Reykja­vík ákvað að setja strang­ar regl­ur um kirkju­sókn grunn­skóla­barna og prest­arn­ir upp­lifðu það eins og væri búið að loka á þá. Þessi afstaða í Reykja­vík skapaði þá hug­mynd víða um land að kirkju­heim­sókn­ir væru bannaðar með lands­lög­um,“ segir Kristrún.

„Það var sagt að ekki mætti inn­ræta börn­um neitt,“ heldur hún áfram. „Ef við horf­um í kring­um okk­ur þá er fjöld­inn all­ur af aðilum sem hafa frítt spil til að inn­ræta börn­um allt mögu­legt. Spurn­ing­in sem stend­ur eft­ir er: Af hverju í ósköp­un­um mega börn ekki vita eitt­hvað um Jesúm Krist? Af hverju er það svona hættu­legt? Menn þurfa að svara þeirri spurn­ingu. Við búum í sam­fé­lagi þar sem fólk not­ar nafn hans stans­laust. Hvaða skyn­semi er í því að það sé numið brott úr kennslu í skól­um eða sam­fé­lag­inu?

Prest­ar hafa sagt mér að þegar börn koma í kristi­lega ferm­ingu og eru spurð hvort þau hafi heyrt talað um Mis­kunn­sama Sam­verj­ann þá eru kannski fjór­ir í fimm­tíu manna hópi sem vita um hvað er verið að tala. Ef þú hef­ur aldrei heyrt talað um Mis­kunn­sama Sam­verj­ann í sam­fé­lagi eins og okk­ar þá vant­ar eitt­hvað í sam­hygðina.

Merk­ing­in í orðunum: „Sá yðar sem synd­laus er kasti fyrsta stein­in­um“ er djúp­stæð og sterk. Og ef þú hef­ur aldrei heyrt þau, hversu fá­tæk­ur ertu ekki og hversu fá­tækt er þá ekki sam­fé­lagið sem heild? Ef börn heyra ekki þessi orð þá halda þau þegar þau heyra þau í fyrsta sinn að þau merki að sá yðar sem er í sundi kasti fyrst­ur steini í laug­ina.

Við horf­um upp á of­beldi og skipu­lagða glæp­a­starf­semi með þeim hætti að við hefðum aldrei trúað því að það gæti gerst. Ef við ætl­um um leið að kasta krist­inni trú og því sem þjóðkirkj­an stend­ur fyr­ir, hvað á þá að koma í staðinn? Það er spurn­ing sem við ætt­um að velta fyr­ir okk­ur. Það ætti að vera þjóðfund­ur um of­beldi og siðferði frek­ar en ým­is­legt annað. Siðfræðistofn­un Há­skóla Íslands var stofnuð í sam­starfi skól­ans og þjóðkirkj­unn­ar og er svo enn.

Ég hef lagt mig eft­ir því að kenna og lesa heim­speki. Það er svo margt sem fylg­ir því að lesa dæmi­sög­ur Jesú Krists. Þar er grund­vall­ar­boðskap­ur sem er hvergi ann­ars staðar að finna. Erum við kyn­slóðin sem ætl­ar að skilja við þetta allt sam­an? Hvers kon­ar eft­ir­mæli mun­um við þá fá?“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí