Tæknibrellu listamenn Marvel kvikmyndanna ganga til liðs við verkalýðsfélag í fyrsta skipti

Starfsfólkið sem sér um að gera tæknibrellurnar í Marvel kvikmyndunum, sem eru þær allra stærstu í kvikmyndaheiminum í dag, hafa í fyrsta skipti ákveðið að ganga til liðs við verkalýðsfélagið IATSE (International Alliance of Theatrical Stage Employees).

Verkalýðsfélagið samanstendur af 168.000 meðlimum sem sjá um sviðsmyndagerð og alls konar önnur nauðsynleg störf í leiklistar-, kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð. Það fólk sem sér um að gera tæknibrellurnar hafa þó hingað til ekki tilheyrt neinu verkalýðsfélagi, og hafa vinnukjör þeirra verið alræmd vegna álags og lágra launa. Þetta er því sögulegt skref hjá þessum mikilvæga hópi starfsfólks kvikmyndanna.

Þessi tilkynning þeirra kemur á sama tíma og sögulegt verkfall í Hollywood á sér stað. En bæði leikarar, sem tilheyra verkalýðsfélaginu SAG-AFTRA, ásamt handritshöfundum, sem tilheyra verkalýðsfélaginu WGA (Writers Guild of America) eru nú í verkfalli. Bæði verkalýðsfélögin hafa ekki farið í verkfall á sama tíma síðan árið 1960.

Verkfallið hefur nú staðið yfir í 100 daga og ekkert útlit er fyrir neina lausn í deilunni enn sem komið er. Tapið fyrir stærstu kvikmyndaver Hollywood hleypur á hundruðum milljóna, ef ekki milljarða dollara, en öll framleiðsla kvikmynda liggur nú niðri.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí