Vg er næst mesti valdaflokkurinn á eftirhrunsárunum

Í dag hefur Vg verið í ríkisstjórn í 3.645 daga. Það eru 10 ár og þremur dögum betur. Sem er kannski tilefni til hátíðarhalda. En þó kannski líka að þetta er sami tími og Samfylkingin og forveri hennar, Alþýðuflokkurinn, hefur verið í ríkisstjórn frá því að nýfrjálshyggjan varð ríkjandi stefna stjórnvalda, en þau tímamörk má setja við myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins 30. apríl 1991.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur náttúrlega verið lengst í ríkisstjórn allra flokka á þessu tímabilið, í rétt tæp 28 ár af þeim 32 árum og rúmum þremur mánuðum sem nýfrjálshyggjan hefur ríkt. Næst kemur Framsókn, sem setið hefur í stjórn í 21 ár og fimm mánuði yfir þennan tíma. Valdatími Vg og Samfylkingarinnar er sá sami en síðan eiga Viðreisn og Björt heitin framtíð sitt hvora tæpu ellefu mánuðina.

Þetta má setja upp í töflu yfir valdasetu frá Hruni:

FlokkurDagar í
ríkisstjórn
Ár í
ríkisstjórn
Hlutfall á nýfrjáls
hyggjuárunum
Sjálfstæðisflokkur10.21128,086,7%
Framsókn7.81521,466,3%
Vg3.64510,030,9%
Samfylking3.64510,030,9%
Viðreisn3230,92,7%
Björt framtíð3230,92,7%

Á morgun breikkar svo bilið milli Vg og Samfylkingarinnar um einn dag. Og svo um einn dag hvern dag þar til að ný stjórn verður mynduð. Og jafnvel eftir það, ef Vg verður í ríkisstjórn en Samfylkingin utan hennar.

Taflan sýnir náttúrlega hverjir það eru sem hafa fyrst og fremst mótað íslenskt samfélag á þessu tímabili. Það eru Sjálfstæðisflokksmenn sem hafa verið við völd allan tímann fyrir utan eitt hlé. Það var meðan ríkisstjórn Samfylkingar og Vg var við völd eftir Hrun, fyrst sem minnihlutastjórn en síðan sem meirihlutastjórn.

Hrunið markar endalok nýfrjálshyggjunnar sem virkrar hugmyndastefnu. Eftir Hrun eru fáir sem halda kenningum hennar á lofti. En hún lifir samt enn sem ríkjandi stjórnarstefna og skiptir þá minnstu hvaða flokkar eru við völd. Við lifum tíma eftir dauða nýfrjálshyggjunnar en þar sem hún heldur samt völdum þar sem ekki hefur verið mótaður nýr samfélagssáttmáli.

Þetta tímabil frá Hruni mætti kalla síð-nýfrjálshyggju. Og ef við skoðum þann tíma með sama hætti kemur í ljós hversu ráðandi Vg hefur verið á þessu tímabili.

FlokkurDagar í
ríkisstjórn
Ár í
ríkisstjórn
Hlutfall á síðnýfrjáls
hyggjuárunum
Sjálfstæðisflokkur3.84310,571,0%
Vg3.64510,067,3%
Framsókn3.4029,362,8%
Samfylking1.6904,631,2%
Viðreisn3230,96,0%
Björt framtíð3230,96,0%

Þarna sést að Vg hefur verið í ríkisstjórn rúmlega 2/3 hluta síð-nýfrjálshyggjutímans. Og nánast jafn lengi og Sjálfstæðisflokkurinn. Og lengur en Framsókn.

Vg eftir-hrunsáranna er því ólíkur forvera flokksins, Alþýðubandalagsins og Sósíalistaflokksins eldri. Þessir flokkar voru í ríkisstjórn í 14 ár og tæpa tíu mánuði af 55 árum yfir lýðveldistímann fram að stofnun Vg 1999.

Frá Hruni hefur Vg því ekki verið flokkur gagnrýni á ríkjandi þjóðfélagskerfi heldur flokkur sem viðheldur því. Og aðeins Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur setið lengur í ríkisstjórn á eftir-hrunsárunum en þær Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir. Næstur kemur Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar.

Þessi breytta staða Vg var meðal annars rædd í samtali þeirra bræðra Sigurjóns Magnúsar og Gunnars Smára Egilssonar um stöðuna á ríkisstjórninni, en það spjall má sjá og heyra í spilaranum hér að neðan:

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí