Ætla að setja tvær barnafjölskyldur út á guð og gaddinn

Samtökin Réttur barna á flótta, sem berjast sérstaklega fyrir meiri mannúð í tilfellum þar sem börn eru flóttafólk, segja að í gær hafi tvær barnafjölskyldur haft samband. Til stendur hjá stjórnvöldum að henda báðum þessum fjölskyldum úr landi.

„Í gær settu tvær barnafjölskyldur sig í samband við okkur og kölluðu eftir hjálp vegna brottflutnings. Önnur fjölskyldan er frá Palestinu og kom til Evrópu í gegnum Spán. Móðirin er einstæð og með 8 börn (þar af tvö yfir lögaldri). Þrjú barnanna eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu: Elsta dóttirin er með andlega fötlun og getur ekki séð um sig sjálf, eitt barnið er flogaveikt og er sérstaklega viðkvæmt fyrir stressi og eitt barnið er enn að jafna sig eftir skurðaðgerð sem það fór í í lok ágúst,“ segja samtökin á Facebook. Þessa fjölskyldu skal senda til Spánar. „Til stendur að senda móðurina ásamt öllum börnunum til Spánar þrátt fyrir að þau hafi ekki fengið vernd þar í landi og hafa þar að auki ekkert tengslanet. Fjölskyldan hefur miklar áhyggjur af öryggi sínu.“

Svo er það hin fjölskyldan: „Hin fjölskyldan er frá Írak og eru með vernd í Grikklandi þar sem þau dvöldu í 3 ár í Chios þar sem aðstæður voru ómannúðlegar og faðirinn varð fyrir líkamlegu ofbeldi af hendi lögreglunnar. Börnin tvö eru 11 og 13 ára gömul.

Réttur barna á flótta fordæmir ákvörðun um að brottvísa á börnum til Grikklands þar sem aðstæðum hefur verið lýst og fordæmd í óteljandi skýrslum frá fjölmörgum samtökum. Við fordæmum einni notkun Dyflinnarreglugerðar í máli viðkæmra hópa og sérstaklega hér í máli veikra barna.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí