Baráttan framundan er um hvernig efnahagsmálum verður stjórnað

Verkalýðsmál 20. sep 2023

Þórarinn Eyfjörð setti fund í trúnaðarmannaráði Sameykis sem hófst upp úr klukkan eitt í dag í Gullhömrum í Grafarvogi. Hann bauð nýja trúnaðarmenn velkomna á fundinn og kynnti dagskrá fundarins. Mjög góð mæting er á fundinum en dagskráin samanstendur af erindi formanns BSRB, kosningu í uppstillingarnefnd vegna aðalfundar 2024, skipun í fulltrúarráðs fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar, kjarasamningar og loks fræðslumál.

„Síðasta vor var haldinn kosning í trúnaðarmannaráð og það er sérstaklega mikið fagnaðarefni að sjá ykkur svo mörg ný hérna í dag. Það má segja að algjör endurnýjun hafi orðið í ráðinu. Allir þræðir liggja í gegnum trúnaðarmannaráðið og án þess er sambandslaust við félagið. Verið öll velkomin hingað í dag,“ sagði Þórarinn.

Við erum sterkust saman

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, hélt erindi sem hún nefndi, Saman vinnum við stóru sigrana. Þetta erindi flutti hún áður á ráðstefnu NTR sem haldin var í júní sl. Hún vonaði að erindið myndi hjálpa trúnaðarmönnum til að móta stefnuna í kjarasamningum en líka til að eiga samræður um hvernig ríkisstjórnin tekur ákvarðanir sem varðar launafólk og samfélagið í heild sinni. Sonja Ýr sagði að hvernig við sem þjóð mælum hagvöxt sé úrelt.

„Ef við æltum að byggja upp samfélag samkenndar og velsældar þarf að stokka upp hvernig efnahagsmálum er stjórnað og hvernig „kökunni“ er skipt,“ sagði Sonja Ýr.


Fjölmenni var á trúnaðarmannaráðsfundi Sameykis.

Þá spurði hún salinn hvort þau þekki til að ríkisstjórnin hafi sett hér á landi velsældarmælikvarða. Fáir ef nokkrir minntust þess.

„Það var gert fyrir nokkrum árum og í raun er ríkisstjórnin núna að kynna velsældarmælikvarða á fundi Sameinuðu þjóðanna þessa dagana. Það sem ríkisstjórnin er að kynna er velsæld út frá heildarhagvexti. Hún er ekki að nota þær á grundvelli breytilegra hópa í samfélaginu eins og við viljum gera með því að mæla velsæld og hagvöxt út frá hópum innan samfélagsins. Með því að huga að og bæta hag hópanna verða þeir ekki út undan í velsældarmælikvarðanum. Um er að ræða fyrst og fremst störf kvennastétta í umönnunargeiranum og þeim sem starfa grunnþjónustunni. Ef við tryggjum ekki fjárhagslegt sjálfstæði kvenna getum við ekki tryggt öryggi þeirra. Við megum ekki gleyma þessum hópum þegar við mótum stefnuna,“ sagði Sonja Ýr.

Frétt af vef Sameykis.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí