Blómstrandi byggð eða gróðaþúfa? Stórfyrirtækin, fagna þau samfélagi í sárum?

Í skarpri grein sinni Seyðisfjörður – samfélag eða gróðapyttur? lýsir Sigurður Gunnarsson á Seyðisfirði aðför að blómlegri uppbyggingu á staðnum og nöturlegri stöðu Seyðfirðinga nú þegar Síldarvinnslan lokar frysthúsinu. 

Hann spáir því að laxeldis-páfar muni fagna því að Seyðfirðingar séu í sárum og nýti sér viðkvæma stöðuna: ,,Ég tel trúlegt að laxeldið fagni, trúi því að nú muni Seyðfirðingar sætta sig við sjókvíaeldi. Laxeldismenn eru jafnvel í samningum við Síldarvinnsluna um að kaupa verkunarhúsin fyrir laxeldi.“ En að það mætti snúa vörn í sókn og breyta úthlutunarreglum kvótans: ,,Fiskimiðin eru eign þjóðarinnar en veiðiréttinum hefur vegna spillingar verið úthlutað ókeypis til fyrirtækja án skilyrða í áratugi. Það gefur fyrirtækjunum minnst 100 milljarða tekjur á ári fyrir ekkert. Ef veiðirétturinn væri færður til byggðanna myndu sjávarpláss um allt land blómstra. Það eina sem þarf að gera er að breyta úthlutunarreglum.“

Í grein Sigurðar í Austurfrétt , sjá https://austurfrett.is/umraedan/seydhisfjoerdhur-samfelag-edha-grodhapyttur má skilja vilji íbúa til sjálfsbjargar og samfélagsþróunar sé algjörlega virtur að vettugi og reynsla þeirra lítilsvirt: 

,,Gjöful fiskimið hafa verið höfuð viðurværi íbúanna í 150 eða frá upphafi þéttbýlis við fjörðinn. En sjómenn og verkafólk sem hafa byggt framtíð sína á Seyðisfirði á fiskveiðum hafa engan rétt til fiskveiða, þeim rétti hefur verið úthlutað til fyrirtækja sem hafa hann ókeypis.“

Hér má lesa grein Sigurðar: Seyðisfjörður – samfélag eða gróðapyttur?

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí