Í skarpri grein sinni Seyðisfjörður – samfélag eða gróðapyttur? lýsir Sigurður Gunnarsson á Seyðisfirði aðför að blómlegri uppbyggingu á staðnum og nöturlegri stöðu Seyðfirðinga nú þegar Síldarvinnslan lokar frysthúsinu.
Hann spáir því að laxeldis-páfar muni fagna því að Seyðfirðingar séu í sárum og nýti sér viðkvæma stöðuna: ,,Ég tel trúlegt að laxeldið fagni, trúi því að nú muni Seyðfirðingar sætta sig við sjókvíaeldi. Laxeldismenn eru jafnvel í samningum við Síldarvinnsluna um að kaupa verkunarhúsin fyrir laxeldi.“ En að það mætti snúa vörn í sókn og breyta úthlutunarreglum kvótans: ,,Fiskimiðin eru eign þjóðarinnar en veiðiréttinum hefur vegna spillingar verið úthlutað ókeypis til fyrirtækja án skilyrða í áratugi. Það gefur fyrirtækjunum minnst 100 milljarða tekjur á ári fyrir ekkert. Ef veiðirétturinn væri færður til byggðanna myndu sjávarpláss um allt land blómstra. Það eina sem þarf að gera er að breyta úthlutunarreglum.“
Í grein Sigurðar í Austurfrétt , sjá https://austurfrett.is/umraedan/seydhisfjoerdhur-samfelag-edha-grodhapyttur má skilja vilji íbúa til sjálfsbjargar og samfélagsþróunar sé algjörlega virtur að vettugi og reynsla þeirra lítilsvirt:
,,Gjöful fiskimið hafa verið höfuð viðurværi íbúanna í 150 eða frá upphafi þéttbýlis við fjörðinn. En sjómenn og verkafólk sem hafa byggt framtíð sína á Seyðisfirði á fiskveiðum hafa engan rétt til fiskveiða, þeim rétti hefur verið úthlutað til fyrirtækja sem hafa hann ókeypis.“
Hér má lesa grein Sigurðar: Seyðisfjörður – samfélag eða gróðapyttur?