Endurtekin hungurverkföll í fangelsum landsins

Páll Winkel fangelsismálastjóri staðfesti í viðtali við Vísi að hungurverkföll væru orðin tíðari en á í fangelsinu á Hólmsheiði. Þar grípi fangar endurtekið til þessa örþrifaráðs til að berjast fyrir rétti sínum. Málin virðast ekki, hvert um sig, hafa ratað í fjölmiðla undanliðin misseri.

Þróunin hefur verið sú síðustu ár „að þetta eru alvarlegri mál“, sagði Páll. „Þetta eru um það bil tvö tilvik á ári þar sem einstaklingar eru jafnvel mjög langt leiddir og eru alvarlega veikir vegna næringarskorts.“ Síðasta tilfellið var á þessu ári, kemur fram í viðtali. Manneskjan sem þá fór í hungurverkfall var vistuð á Hólmsheiði.

Nýverið kom fram í máli dómsmálaráðherra að í fangelsinu á Hólmsheiði er fólk nú reglubundið vistað fram að framkvæmd brottvísunar, hafi því verið synjað um alþjóðlega vernd hér á landi. Fólk sem hefur ekki framið neina glæpi, með orðum ráðherrans: „Íslensk stjórnvöld hafa í dag heimild, og eru að beita heimild, til þess að fangelsa fólk, að fara með fólk hér inn í mestu öryggisgæslu sem við Íslendingar eigum, meðal annars inni á Hólmsheiði, og þar er fólk hreinlega sett í varðhald fram að brottför. Þar er fólk í hæstu öryggisgæslu, innan um dæmda glæpamenn, fólk sem hefur ekki framið neina glæpi, og á eingöngu að fara frá landinu.“

Af umfjöllun Vísis má ráða að nokkur hluti þeirra sem beitir hungurverkfalli til að mótmæla meðferð sinni sé úr þessum hópi, en þar segir að „í sumum tilfellum“ sé „um að ræða hælisleitendur að mótmæla brottvísun“.

Samstöðin hefur sent Fangelsismálastofnun fyrirspurn um málið og mun deila svörum með lesendum þegar þau berast.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí