Hannes trylltist í Leifstöð – Sjónarvottur afhjúpar vandræðalegan rasisma: „Þú öskraðir á hana“

„Það skyggði dálítið á ánægjulega heimkomu, að reynt var að ræna töskunni minni í Fríhöfninni. Kona klædd í múslimabúning (með slæðu og í síðum kufli) tók hana, á meðan ég var að versla. Það var talsvert stímabrak að endurheimta hana, og enginn gerði neitt, þegar ég bað um, að kallað yrði á lögregluna. Allir horfðu á mig eins og ég væri eitthvað skrýtinn. Þessi kona hefur síðan eflaust spígsporað inn í landið eins og ekkert væri. Óskaplega hlýtur þetta fólk að hlæja í laumi yfir Íslendingum.“

Þetta skrifar Hannes Hólmsteinn Gissurarson, fyrrverandi prófessor við Háskóla Íslands, á Facebook.   Sjónarvottur af þessu atviki á Leifstöð segir þó þessa lýsingu Hannesar í raun alranga, fyrir utan að allir hafi horft á hann eins og hann væri skrýtinn. Samkvæmt konu sem var vitni að þessu atvik þá er ekki furða að fólk hafi horft á Hannes eins og hann væri skrýtinn.

„Hæ ég var þarna þegar þetta gerðist og þú ert ekki að segja rétt frá sögunni þú öskraðir á tvær litlar stelpur að þær væru að stela töskunni( þær rugluðust á tösku eins og gerist oft uppi fríhöfn) svo kom mamma þeirra og þú öskraðir á hana, þú endaðir svo á því að öskra á greyjið stelpurnar að það ætti ekki að hleypa þeim inní landið,“ skrifar Rúna Mjöll Helgadóttir í athugasemd við færslu Hannesar. Og hún heldur áfram:

„Þær sögðu við þig að þær væru fæddar á íslandi og með íslenskan ríkisborgararétt, svo fórstu og öskraðir á alla starfsmenn og tuðaðir í starfsmönnum að það ætti ekki að hleypa svona fólki inn í landið. Þessar stelpur sem þú öskraðir á voru börn ein í kringum 14 ára og hin í kringum 6 ára svo kom konan sem þú ert að tala um. Það var ekki vesen að fá töskuna til baka þær gáfu þér hana strax. Ástæðan afhverju allir horfðu svona á þig er útaf þú ert íslendingum til skammar, ömurlegt að fólk eins og þú skemmir fyrir öðrum..“

Hannes gerir tilraun til að svara Rúnu en ekki er hægt að segja að hann sé sannfærandi í málsvörn sinni. „Það er óhugsandi, að taskan hafi verið tekin í misgripum. Það gerist aðeins, þegar menn villast á töskum í rennibrautinni, og þetta var handfarangur, ekki rennibrautin. Taskan var tekin í Frihöfninni, þegar ég leit af henni eitt andartak, þegar ég ætlaði að greiða fyrir varning. En þessi viðbrögð þín sýna einmitt, hvað er að. Það var konan í múslimabúningnum, sem tók töskuna, en með henni voru þrjú börn. Ég var ólíkt þér ekki að blanda þeim inn í þetta.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí