Iceland dýrasta verslunin – Fjarðarkaup hækkar minnst milli ára

Neytendur 11. sep 2023

Iceland var með hæst verðlag og var oftast með hæsta verðið í matvörukönnun verðlagseftirlits ASÍ sem framkvæmd var 6. og 7. september. Verð þar hækkaði einnig mest milli ára, en sömu vörur og verslanir voru kannaðar 17. október í fyrra. Fjarðarkaup hækkaði verð minnst milli kannana. Bónus var bæði með lægsta verðlagið og oftast með lægsta vöruverðið. 

Átta verslanir voru kannaðar; Bónus, Krónan, Nettó, Fjarðarkaup, Heimkaup, Kjörbúðin, Hagkaup og Iceland. 

 

Fjarðarkaup hefur fært sig í hóp verslana með lægra vöruverð, eftir aðhald í verðhækkunum undanfarið ár. Verðlagseftirlitið metur verðlag með því að athuga hversu mikið dýrari vörur eru í verslun en þar sem þær eru ódýrastar. Á þeim mælikvarða voru vörur í Fjarðarkaupum áður að jafnaði 13% dýrari en þar sem þær voru ódýrastar. Munurinn er  nú undir 8%. Til samanburðar er Bónus lægst, að jafnaði 2% hærri en lægsta verð, en Iceland með langhæsta verðlagið, að meðaltali 35% hærra verð en það ódýrasta. 

Heimkaup hefur líka haldið aftur af verðhækkunum og er nú ekki lengur dýrasta verslunin. Heimkaup færast um þrjú sæti fyrir vikið. 

Iceland, á hinn bóginn, á met í verðhækkunum frá október í fyrra, og er nú orðin langdýrasta verslunin af þeim átta sem hér eru bornar saman. Þar er verð nú hæst í langflestum fjölda tilfella og aldrei lægst af þeim vörum sem til skoðunar voru. 

Aðeins voru bornar saman tilteknar vörur, ekki lægstu kílóverð. Sjá má allar vörurnar hér:

 

Frétt af vef ASÍ.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí