Lilja Alfreðsdóttir sótti ráðstefnu um allt sem er að kapítalismanum

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, sótti á mánudag ráðstefnu í New York borg, sem haldin er samhliða Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, á vegum Columbia háskóla. Ráðstefnan, sem er haldin árlega, bar í þetta sinn yfirskriftina Let’s Talk About Capitalism – And Society Too eða: Tölum um kapítalisma – og samfélagið líka. Þetta kom fram í tilkynningu ráðuneytisins.

Í kynningartexta ráðstefnunnar kemur fram að samkvæmt nýlegri rannsókn hafi 39% Bandaríkjamanna „neikvæða sýn á kapítalismann“, þrátt fyrir þann ávinning sem hann hefur fært tilteknum hópum. „Er kapítalisminn bilaður?“ spyrja skipuleggjendur. „Þurfum við betra kerfi?“

Frá Phelps til Piketty

Á ráðstefnunni gafst Lilju færi á að hlýða á erindi lykilhugsuða og sérfræðinga um hagkerfi heimsins.

Nóbelsverðlaunahafinn Edmund Phelps opnaði ráðstefnuna, en hann er stjórnandi þeirra stofnunar skólans sem heldur hana, The Center on Capitalism and Society, eða Miðstöð um kapítilisma og samfélag.

Fyrsta erindi morgunsins hélt Jeffrey Sachs, prófessor í hagfræði og stjórnandi miðstöðvar um sjálfbærni við Columbia háskóla. Erindi Sachs bar yfirskriftina „Redesigning Politics for Sustainable Development“: Að endurhanna stjórnmál í þágu sjálfbærrar þróunar.

Næsta erindi flutti Andrzej Rapaczynski, prófessor í lögfræði og skipulagsmálum. Erindi Rapaczynskis nefndist „Capitalism and the Challenge of Inequality“ eða Kapítalismi og áskorunin ójöfnuður.

Þá tók til máls Thomas Piketty, prófessor í hagfræði við London School of Economics og höfundur bókarinnar Capital in the Twenty-First Century eða Auðmagnið á 21. öld, sem kom út árið 2014. Erindið nefndi hann „From Social Democracy to Democratic Socialism: Lessons from a Brief History of Equality“ eða: Frá félagslegu lýðræði til lýðræðislegrar félagshyggju: Lærdómar af stuttri sögu jöfnuðar. Í rannsóknum sínum hefur PIketty leitt í ljós af mikilli nákvæmni hversu mikil tilfærsla auðs á sér stað frá launafólki til fjármagnseigenda undanliðin 250 ár.

Hvað er að kapítalisma?

Þegar hér var komið í dagskrá ráðstefnunnar var enn nokkuð langt til hádegis. Hér gefst því ekki tóm til að telja upp alla liði dagskrárinnar – forvitnileg erindi á við „What (if Anything) is Wrong with Capitalism?“ eða: Hvað (ef nokkuð) er að kapítalismanum. Hér verður látið staðar numið en þess beðið með nokkurri tilhlökkun að sjá hvernig sú samanlagða þekking, innsýn og vel grundvallaða gagnrýni sem finna mátti í þessum litla sal við Columbia háskóla á mánudag mun skila sér í stefnumótun og embættisverkum Lilju.

Kynningargögn um ráðstefnuna sem Lilja sótti.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí