Nýr þáttur á Samstöðinni: Synir Egils alla sunnudaga kl. 12:40

Fjölmiðlar 9. sep 2023

Nýr þáttur hefur göngu sína á Samstöðinni á morgun, sunnudag. Það eru Synir Egils, umræðuþáttur um fréttir og pólitík í umsjón bræðranna Sigurjóns Magnúsar og Gunnars Smára Egilssonar. Þeir hafa samanlagt yfir sjötíu ára reynslu af blaðamennsku, hafa ritstýrt blöð og stýrt annars konar fjölmiðlum, skrifað og haldið úti margskyns umræðu. Sigurjón byrjaði t.d. með Sprengisand á Bylgjunni og hélt þættinum úti árum saman.

Synir Egils byrjar á umræðum um stöðuna í pólitíkinni og samfélaginu. Á morgun mæta til leiks Helgi Seljan rannsóknarritstjóri Heimildarinnar, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir samskiptastjóri Íslenskrar erfðagreiningar og Dagbjört Háskonardóttir, ný þingkona Samfylkingarinnar. Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna, flytur eldmessu og Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, kemur í sunnudagsviðtal og ræðir árangur af samkeppniseftirliti, tækin sem eftirlitið mætti hafa og veikan stuðning stjórnvalda.

Þátturinn verður sendur út á Facebook og youtube-síðum Samstöðvarinnar og á útvarpsrás Samstöðvarinnar á fm 89,1 og í Spilaranum. Þátturinn verður einnig aðgengilegur á hlaðvarpsveitum. Synir Egils eru í opinni dagskrá en þau sem vilja aðstoða við uppbyggingu Samstöðvarinnar geta gerst áskrifendur hér: Áskrift. Þau sem greiða áskrift geta líka orðið félagar í Alþýðufélaginu, félagsskapur áskrifenda sem á Samstöðina.

Hér er upptaka af fyrsta þættinum:

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí