Samstöðin skoðaði aðstæður á einni af aðal strætóstoppustöðvum höfuðborgarinnar og komst að raun um nöturlega stöðu þeirra sem ferðast með strætó um Mjóddina: Ef þeir þurfa að komast á klósett eða verða fyrir einhverju á leiðinni er hvorki hægt að finna klósett né einhvern umsjónaraðila á staðnum. Engin sem ber ábyrgð eða tekur við skilaboðum, aðstoðar í neyð eða ábyrgist lágmarksþjónustu eins og klósett og skjól. Borgin útvistaði þjónustunni til einkaaðila sem virðist lítið gera annað en græða á lítilli sjoppu en leggja ekkert af mörkum lengur til að viðhalda samfélagsþjónustunni. Óþekkum unglingum er kennt um stöðu mála og vísar líklega hver á annan en guð hjálpi þeim sem er í spreng í almenningnum. Klósettin hafa verið lokuð í meira en tvær vikur og engin viðgerð ráðgerð af því er virtist.
Hér má sjá brot af þeim viðtölum sem við áttum við vegfararendur, fólkið á staðnum. En fáir vildu láta nafns síns getið eða láta hafa eftir sér orð sín, eins og ríki almennur ótti við að tjá sig um raunverulega stöðu mála í almenningnum okkar. En margir upplifa sig óörugga á stöðinni og í strætó.