Pissustopp á nöturlegum almenningsstað

Samstöðin skoðaði aðstæður á einni af aðal strætóstoppustöðvum höfuðborgarinnar og komst að raun um nöturlega stöðu þeirra sem ferðast með strætó um Mjóddina: Ef þeir þurfa að komast á klósett eða verða fyrir einhverju á leiðinni er hvorki hægt að finna klósett né einhvern umsjónaraðila á staðnum. Engin sem ber ábyrgð eða tekur við skilaboðum, aðstoðar í neyð eða ábyrgist lágmarksþjónustu eins og klósett og skjól. Borgin útvistaði þjónustunni til einkaaðila sem virðist lítið gera annað en græða á lítilli sjoppu en leggja ekkert af mörkum lengur til að viðhalda samfélagsþjónustunni. Óþekkum unglingum er kennt um stöðu mála og vísar líklega hver á annan en guð hjálpi þeim sem er í spreng í almenningnum. Klósettin hafa verið lokuð í meira en tvær vikur og engin viðgerð ráðgerð af því er virtist.

Hér má sjá brot af þeim viðtölum sem við áttum við vegfararendur, fólkið á staðnum. En fáir vildu láta nafns síns getið eða láta hafa eftir sér orð sín, eins og ríki almennur ótti við að tjá sig um raunverulega stöðu mála í almenningnum okkar. En margir upplifa sig óörugga á stöðinni og í strætó.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí