Eina „hagkvæmnin“ með útboði Strætó fellst í að draga laun af vagnstjórum

„Athyglisvert að lesa fundargerðir Strætó varðandi útboð á akstri, þar sem ákveðið var að hafna öllum tilboðum í útboðinu þar sem þau voru umfram kostnaðaráætlun. Hér sést svart á hvítu að útboð er ekkert betra, ekkert hagkvæmt og ef „hagkvæmninnni“ er náð, þá er það úr launaumslagi vagnstjóra eða með skertri þjónustu.“

Þetta segir Sanna Margrét Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista, á Facebook en hún segir að hvað Strætó varðar þá fari ekki saman hljóð og mynd. Á meðan við séum hvött til þess að nota Strætó þá sýni fundagerðir að ekki sé tryggt að sú þjónustua sé áreiðanleg. Þetta komi meðal annars fram í umfjöllun Strætó vegna fjárhagsáætlunar. Þar segir:

„Strætisvagnar á nokkrum leiðum eru nú þegar fullnýttir á annatímum, þjónusta hefur verið skert og ekki útlit fyrir að það verði bætt í náinni framtíð. Endurnýjunarþörf og skortur á vögnum er helsta orsökin. Aldur og staða vagnaflotans auka líkur á að fella þurfi niður ferðir sem skerðir enn frekar þjónustu og hefur áhrif á virka notendur og getur hamlað fjölgun þeirra.“

Svo virðist sem kostnaðaráætlun Strætó sé einfaldlega röng. Í það minnsta er undarlegt að ekki sé hægt að fara eftir henni án þess að skerða laun bílstjóra, sem teljast ekki til hálaunastéttar, eða draga úr þjónustu. Sanna vísar í fundargerð stjórnar strætó frá 1. nóvember á síðasta ári en þar segir:

„Opnun tilboða fór fram 28.september 2023 og bárust tilboð frá þremur aðilum, sem reyndust öll vera hærri en kostnaðaráætlun Strætó. Fjallað hefur verið um niðurstöðu útboðsins á nokkrum fundum stjórnar og á eigendafundi.Tillaga framkvæmdastjóra er að hafna öllum tilboðum í útboðinu sem óaðgengilegum með vísan til þess að þau eru umfram kostnaðaráætlun.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí