Segir stöðu Sjálfstæðisflokksins ekki hafa verið verri í 90 ára sögu flokksins

„Að öllu sam­an­lögðu – og hér hef­ur aðeins verið stiklað á stóru – virðist blasa við að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hafi varla annað upp úr krafs­inu í þessu rík­is­stjórn­ar­sam­starfi en að glata for­ystu­hlut­verki sínu í ís­lensk­um stjórn­mál­um,“ skrifar Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum og fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Mogga dagsins.

Páll segir ríkisstjórnina myndaða um ekki neitt. „Hún varð bara til af því að það var hægt að mynda hana; af því bara. Þegar lesn­ar eru sam­an niður­stöður flokks­ráðsfunda VG og Sjálf­stæðis­flokks­ins ný­verið – og umræður um stefnuræðu for­sæt­is­ráðherra á dög­un­um – kem­ur þetta ber­lega í ljós: rík­is­stjórn­in á ekk­ert sam­eig­in­legt er­indi við þjóðina,“ skrifar Páll.

„Ef við lít­um sér­stak­lega á stöðu Sjálf­stæðis­flokks­ins í þessu sam­hengi er auðvelt að rök­styðja þá staðhæf­ingu að hún hafi lík­lega aldrei, í rúm­lega 90 ára sögu flokks­ins, verið verri en ein­mitt núna,“ segir Páll. „Í síðustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um fékk Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn minnsta fylgi sem hann hef­ur fengið frá stofn­un. Í síðustu alþing­is­kosn­ing­um fékk flokk­ur­inn næst­minnsta fylgi frá stofn­un – og missti for­ystu­hlut­verkið í tveim­ur af þrem­ur lands­byggðar­kjör­dæm­um. Raun­ar munaði inn­an við hundrað at­kvæðum á að flokk­ur­inn missti for­yst­una í þeim öll­um. Í öll­um könn­un­um um langt skeið hef­ur flokk­ur­inn verið botn­fast­ur í kring­um 20% fylgi og Sam­fylk­ing­in mæl­ist ít­rekað miklu stærri. Og það sem kannski er enn al­var­legra fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn er að Sam­fylk­ing­in hef­ur mælst stærri í öll­um kjör­dæm­um lands­ins; líka í Suðvest­ur­kjör­dæmi þar sem menn töldu ekki unnt að hagga for­ystu­hlut­verki flokks­ins.“

„Ef litið er á stöðu þeirra mál­efna sem flokk­ur­inn ber helst fyr­ir brjósti þessi miss­er­in þá er hún þessi: Um­svif hins op­in­bera halda áfram að þenj­ast út og með fjár­lög­um yf­ir­stand­andi árs var sett nýtt Íslands­met í aukn­ingu rík­is­út­gjalda milli ára; mál­efni hæl­is­leit­enda eru áfram í full­komn­um ólestri og út­gjalda­aukn­ing­in í þess­um mála­flokki stjórn­laus; eina virkj­un­in sem kom­in var á fram­kvæmda­stig, Hvamms­virkj­un, var stöðvuð í sum­ar því aðdrag­and­inn sam­ræmd­ist ekki til­skip­un Evr­ópu­sam­bands­ins. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er ein­hvern veg­inn bú­inn að láta vefja sér inn í þá óskilj­an­legu þver­sögn VG að tala í sí­bylju um orku­skipti – en það má samt ekk­ert virkja til að hægt sé að skipta um orku,“ skrifar Páll.

Og bætir við: „Öll þessi mál eiga það sam­eig­in­legt að vera form­lega á for­ræði ráðherra Sjálf­stæðis­flokks­ins en lúta í reynd neit­un­ar­valdi VG. Ofan á þetta bæt­ist að ut­an­rík­is­ráðherra hef­ur ákveðið að end­ur­flytja frum­varp sitt um Bók­un 35, sem er gríðarlega um­deilt meðal stuðnings­manna Sjálf­stæðis­flokks­ins. Mörg­um þeirra finnst bein­lín­is átak­an­legt að vara­formaður flokks­ins flytji mál af þessu tagi.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí