Þarf að byggja íbúðir en ekki að hjálpa fólki að kaupa þær á sífellt hærra verði

Ólafur Margeirsson hagfræðingur ítrekar það sem hann hefur oft áður bent á í pistli sem hann birtir á Facebook: að verðbólga á Íslandi sé fyrst og fremst íbúðaskort að kenna. Hann segir að áherslur stjórnvalda hafi alltof oft snúist um að hjálpa fólki að kaupa dýrar íbúðir, í stað þess einfaldlega að byggja fleiri íbúðir.

„Mín reglulega áminning þess efnis að verðbólga á Íslandi er drifin áfram af kerfislegum íbúðaskorti. Sé meira byggt minnkar þrýstingurinn á leigu- og fasteignaverð og þar með á launahækkanir þegar nafnlaunakröfur verkalýðsfélaga dragast saman í kjölfarið á skaplegri fasteignamarkaði,“ segir Ólafur.

Hann segir mörg aðstoð sem stjórnvöld veita sé í raun bjarnargreiði. „Þess vegna er stór hluti af því að vinna bug á langtíma verðbólgu á Íslandi að breyta hvötum efnahagskerfisins þannig að meira sé byggt af íbúðum frekar en að hjálpa fólki að kaupa íbúðir á sífellt hærra verði. Draga á úr opinberum afskiptum á eftirspurnarhliðinni, s.s. niðurgreiddum lánum, skattaafsláttum til fyrstu fasteignakaupa, skattaafslætti til fólks sem notar lífeyrisssparnað til að greiða niður íbúðalán, osfrv,“ segir Ólafur og heldur áfram:

„Stórkostleg aukning á langtíma uppbyggingu leiguhúsnæðis ætti m.a. í staðinn að eiga sér stað, sérstaklega með fjárfestingum langtímafjárfesta á borð við lífeyrissjóði, til að tryggja framboð og lægri húsnæðiskostnað, bæði á leigu- sem og á íbúðamarkaði. Það á að byggja svo mikið af leiguhúsnæði að mikill fjöldi fólks vill vera á leigumarkaði þökk sé stöðugu og öruggu framboði af leiguhúsnæði á fyrirsjáanlegum kjörum. Slíkri framboðsaukningu verður helst náð séu hagnaðarhvatar byggðir inn í framboðshlið fasteignamarkaðarins, t.d. fyrir fagfjárfesta í (íbúðar)húsnæði sem byggja íbúðir til að eiga og leigja þær út. Ég fór yfir það m.a. á fundi með innviðaráðherra, borgarstjóra, forsvarsmönnum verkalýðsfélaga og lífeyrissjóða síðasta haust. Sjá: https://www.patreon.com/posts/fyrirlesturinn-74592089“

Ólafur var gestur Rauða borðsins í vikunni en þar ræddi hann einitt um íbúðaþörfina og íbúðaskortinn. Það viðtal má sjá hér fyrir neðan.

 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí