Þegar eiginkona fjármálaráðherra dáðist að góssi skattsvikarans

Sigurður Gísli Björnsson hefur verið ákærður af Héraðssaksóknara í einu umfangsmesta skattsvikamáli Íslandssögunnar. RÚV greinir frá því. Það er óhætt að segja að málið hafi verið lengi í rannsókn en rætur þess má rekja til Panamaskjalanna. Sigurður Gísli kom fyrir í þeim skjölum, líkt og svo margir Íslendingar, og hófst formleg rannsókn í desember árið 2017 þegar húsleit var framkvæmd á heimili Sigurðar Gísla og fyrirtæki hans, Sæmark.

Það var þó ekki eina afdrifaríka heimsóknin á heimili Sigurðar Gísla það árið. Stuttu áður hafði Þóra Margrét Baldvinsdóttir, hönnunarráðgjafi og eiginkona Bjarna Benediktssonar, þá forsætisráðherra, nú fjármálaráðherra, heimsótt fiskútflytjanda í innlitsþætti sem hún stýrði á Stöð 2. Innlit Þóru var þó eftir að Panamaskjölin voru birt.  Ofan á það þá hefur hún líklega fylgst með fréttum um Panamaskjölin, þar sem eiginmaður hennar, Bjarni, var í þeim.

Þrátt fyrir þetta þá sá Þóra ekkert athugavert við að dást að góssi Sigurðar í innlitsþættinum Falleg íslensk heimili. Innlitið má sjá hér fyrir neðan en á veggjunum hjá Sigurði má sjá verk eftir Kjarval, Kristján Davíðsson, Lousiu Matthíasdóttur og Georg Guðna. RÚV hefur eftir Héraðsaksóknara að tekjuskattsstofn Sæmarks, félags Sigurðar Gísla, hafa verið vanframtalinn um samtals 138 milljónir og félagið komist undan greiðslu tekjuskatts uppá 27,6 milljónir. Fyrir þann pening má innrétta ansi fallegt heimili.

Mikael Torfason rithöfundur lýsti þessu innslagi í Falleg íslensk heimili svo árið 2017.:

„Þar heimsækir hún aðra Panamaprinsa en manninn sinn og dáist að því hvað þeir eiga falleg heimili. Í þessum þætti hér er hún heima hjá Sigurði Gísla Björnssyni. Hann er á okkar framfæri eins og svo margir ofsaríkir. Hann virðist lifa á kerfinu og er því svokallaður kerfisfræðingur. Sigurður Gísli stofnaði Panamafélag sitt í gegnum lögfræðistofuna Mossack Fonseca og slóð mörg hundruð þúsund evra liggja þangað.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí