Vísbendingar um álag, einelti og ofbeldi hjá Sinfóníunni

„Vinnustaðamenning innan Sinfóníuhljómsveitarinnar hefur veikst undanfarin ár samkvæmt upplýsingum úr starfsmannakönnunum. Spila þar inn í nokkur erfið starfsmannamál sem hafa haft mikil áhrif á starfsanda og samskipti. Vinnustaðakannanir hafa enn fremur sýnt fram á aukna óánægju með starfsaðstæður og laun og vísbendingar eru um aukið álag, einelti og ofbeldi sem vinna þarf bug á. Stjórn og framkvæmdastjórn hafa brugðist við með því að endurskoða feril um viðbrögð við einelti og ofbeldi og halda þarf áfram að fylgja því eftir,“ segir í úttekt Ríkisendurskoðunar á Sinfóníuhljómsveit Íslands.

„Mikilvægt er að bæta vinnustaðamenningu innan Sinfóníuhljómsveitar Íslands með aukinni upplýsingagjöf og skýrari ferlum um aðkomu hljómsveitar og skrifstofuteymis að starfseminni. Hlutverk allra þurfa að vera skýr og ljóst í hvaða farveg samskipti eiga að fara. Aukið samtal og samstarf ætti að geta haft jákvæð áhrif á upplifun einstakra starfsmanna Sinfóníuhljómsveitarinnar af vinnustaðnum. Mikilvægt er að fara yfir hlutverk vinnunefnda innan hljómsveitarinnar, stöðu þeirra í skipuriti og hvort hægt sé að einfalda og gera verkefni þeirra skilvirkari. Að sögn framkvæmdastjóra er nú unnið að því að skýra betur hlutverk hvers og eins aðila og nefndar fyrir sig, hver ábyrgð þeirra sé og hvernig sé best að haga samskiptum. Ríkisendurskoðun hvetur stjórnendur til að leggja frekari áherslu á slíka vinnu,“ segir í skýrslunni.

Ríkisendurskoðun gerir athugasemdir við að eignarhald hljómsveitarinnar sé óljóst, en hún er fjármögnuð af ríkinu og Reykjavíkurborg.

Ríkisendurskoðun kemur með fimm ábendingar í skýrslunni:

Ábendingar til menningar- og viðskiptaráðuneytis

 1. Skýra þarf stöðu Sinfóníuhljómsveitar Íslands
  Að mati Ríkisendurskoðunar er tilefni til að skoða skilgreiningu á eignarhaldi og rekstri Sinfóníuhljómsveitar Íslands til framtíðar. Bæði til að skýra stöðu starfsfólks gagnvart lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna en einnig gagnvart framtíðar fjármögnun hljómsveitarinnar. 
   
 2. Ráðuneyti sinni skyldum sínum við eftirlit
  Mikilvægt er að ráðuneyti sinni eftirliti sínu með fjármálum hljómsveitarinnar innan hvers fjárlagaárs í samræmi við 34. gr. laga um opinber fjármál. Bregðast þarf við áhættu og veikleikum í rekstri. Ráðuneyti þarf að vera skýrt í samskiptum sínum við Sinfóníuhljómsveit Íslands við endurskoðun ársáætlunar og koma fram með tillögur að lausnum eða leitast eftir samstarfi við hljómsveitina um þær. 
   
 3. Skýra þarf stefnu um markmið og rekstur
  Endurskoða þarf þau stefnumarkmið Sinfóníuhljómsveitarinnar sem sett eru fram, í ljósi árangurs síðustu ára. Setja þarf fram skýra stefnu um markmið og rekstur hljómsveitarinnar til framtíðar.
   

Ábendingar til Sinfóníuhljómsveitar Íslands

 1. Skýra þarf stefnu um markmið og rekstur
  Endurskoða þarf þau stefnumarkmið Sinfóníuhljómsveitarinnar sem sett eru fram, í ljósi árangurs síðustu ára. Setja þarf fram skýra stefnu um markmið og rekstur hljómsveitarinnar til framtíðar. 
   
 2. Hlúa þarf að innri starfsemi og skýra hlutverk nefnda
  Hlúa þarf að innri starfsemi og mannauð með upplýsingagjöf og samtölum milli stjórnenda og starfsmanna. 

  Einfalda þarf og skýra hlutverk og starfsemi nefnda og stöðu þeirra í starfseminni. Gagnkvæmur skilningur á hlutverki og mikilvægi einstakra starfsmanna þarf að ríkja en niðurstöður starfsmannakannana gefa til kynna að traust skorti milli hljóðfæraleikara og starfsfólks á skrifstofu. Byggja þarf upp traust og vinna að þeim tillögum að lausnum sem fram hafa komið við áhættumat á vinnustaðnum.

Sjá nánar hér: Sinfóníuhljómsveit Íslands, stjórnsýslu- og fjárhagsendurskoðun

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí