Það sem aðgreinir okkur frá hryðjuverkamönnum er virðing fyrir mannslífum, sagði Blinken og tilkynnti um vopnasendingar til Ísrael

Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er lentur í Ísrael, þar sem hann og Benjamin Netanyahu héldu sameiginlegan blaðamannafund í dag, fimmtudag. Þar lét hann þau orð falla að það skipti máli hvernig Ísrael ver sig. Orðin eru víða túlkuð sem hvatning til Ísraelsríkis um að sýna stillingu í viðbrögðum sínum við árás Hamas um liðna helgi, einkum gagnvart óbreyttum borgurum. Blinken sagði virðingu fyrir mannslífum allra óbreyttra borgara vera það sem aðgreini „okkur lýðræðisríkin“ frá hryðjuverkamönnum.

Sama dag gáfu sérfræðingar SÞ út það álit að loftárásirnir sem hafa staðið hafa yfir á Gasa frá árás Hamas á laugardag séu hóprefsing, og teljist sem slíkar til stríðsglæpa.

„Siðferðilegur skýrleiki“

En að blaðamannafundinum. Netanyahu ávarpaði blaðamenn fyrst. Hann vísaði meðal annars til þeirra ummæla Bandaríkjaforseta á miðvikudag, að árás Hamas væri „hrein illska“ og tók undir það mat. Fyrsta forsenda sigurs í þessu stríði, sagði Netanyahu, er „siðferðilegur skýrleiki“.

Blinken sagðist þakklátur að vera kominn aftur til Ísrael, á þessum „ótrúlega erfiða tíma, fyrir þjóðina og heiminn allan“. Hann sagðist ekki aðeins kominn sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna heldur um leið sem gyðingur. Blinken rifjaði upp hvernig afi hans hefði flúið ofsóknir gegn gyðingum í Rússlandi, og stjúpfaðir hans hefði lifað af útrýmingarbúðir nasista, í Auschwitz og Dachau. Hann sagðist því skilja persónulega hvaða saga bergmálaði í árásum Hamas.

Að því sögðu, og öðru, ítrekaði Blinken stuðning Bandaríkjanna við Ísraelsríki, tíundaði hergögn og annan varning sem væri ýmist kominn eða á leiðinni, þar á meðal stærsta flugmóðurskip veraldar. Hann aðvaraði hvaða aðila sem hefði í hyggju að nýta sér ástandið til að ráðast gegn Ísrael að gera það ekki, þá væri Bandaríkjunum að mæta. Þá sagði hann löndin eiga náið samstarf um að frelsa fólk úr gíslingu Hamas.

„Skiptir máli hvernig Ísrael gerir þetta“

„Það er engin afsökun, það er engin réttlæting,“ sagði hann, „fyrir árásum Hamas.“ Þetta er og þarf að vera, sagði hann, og vísaði til orða Netanyahus, „stund siðferðilegs skýrleika“. „Hver sem vill frið og réttlæti verður að fordæma ógnarstjórn Hamas,“ sagði Blinken einnig, Hamas hafi ekki framið árásina með hagsmuni Palestínumanna í huga. Samtökin hafi aðeins eitt að augnamiði: „að eyða Ísrael og myrða gyðinga.“

Loks sagði utanríkisráðherrann:

„Ísrael á rétt og ber skyldu til að verja sig og til að tryggja að þetta gerist aldrei aftur. Eins og forsætisráðherrann og ég ræddum skiptir máli hvernig Ísrael gerir þetta. Við lýðræðisríkin aðgreinum okkur frá hryðjuverkamönnum með því að bera okkur eftir öðru viðmiði, eins þegar það er erfitt. Og draga okkur til ábyrgðar þegar okkur mislánast það. Mennska okkar, virðið sem við gefum mannslífum og mannlegri reisn, það er það sem gerir okkur að þeim sem við erum. Og við teljum það til mesta styrkleika okkar. Þess vegna er svo mikilvægt að gera allar mögulegar ráðstafanir sem hægt er til að koma í veg fyrir að skaða óbreytta borgara. Og þess vegna syrgjum við allt mannfall óbreyttra borgara. Borgara af öllum trúarbrögðum, öllu þjóðerni, sem hafa verið drepnir.“

Ráðherrarnir töku ekki við spurningum að loknum ávörpum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí