Allt að 480 þúsund hafa nú fallið eða særst í stríðinu í Úkraínu

Alls hafa að minnsta kosti á þriðja hundrað þúsund manns látið lífið í átökum Rússlands og Úkraínu frá innrás Rússlands í upphafi ársins 2022, samkvæmt samantekt sem Business Insider birti á sunnudag.

Mannfall Rússa

Þar segir að úr herliði Rússa hafi 150–190 þúsund verið drepin eða særst til langframa, á meðan stöðu 240–290 þúsund hermanna sé lýst sem svo að þeir séu tímabundið særðir og gætu snúið aftur í stríðið „að einhverju leyti“. Yfir helmingur þeirra særðu hafa misst útlim. Þessi gögn hefur miðillinn frá varnarmálaráðuneyti Bretlands. Meðlimir Wagner-hópsins eru ekki taldir með í þessum gögnum.

Í nýlegum, harðvítugum átökum í Avdiivka, borg í suðausturhluta Úkraínu, fjölgaði særðum og látnum úr liði Rússa um 90 prósent, að sögn Insider.

Í umfjöllun miðilsins kemur fram að meðal úkraínskra hermanna sé hlutfall þeirra sem misst hafa útlimi einnig hátt, og sagt jafnast á við fyrri heimsstyrjöld. Þó er matið á fjölda þeirra mjög grófgert, og sagt á bilinu 20–50 þúsund, en úkraínsk yfirvöld gefa ekki út tölur um fjölda látinna og særðra, til að draga ekki úr stríðsþrótti almennings.

Mannfall Úkraínu

Insider vísar til umfjöllunar New York Times frá því í ágúst, þar sem áætlað var að um 70 þúsund úkraínskir hermenn hefðu látist í átökunum fram að því og á bilinu 100–120 þúsund særst. Gera má ráð fyrir að umtalsvert hafi bæst við þann fjölda í millitíðinni. Til að fara ekki fram úr fyrirliggjandi gögnum má þó fullyrða, á grundvelli fáanlegra heimilda, að ekki færri en 150 þúsund Rússar og 70 þúsund Úkraínumenn hafi fallið í stríðsátökunum til þessa, eða að lágmarki alls 220 þúsund manns.

Eins og fram kemur í umfjöllun Insider ríkja herlög í Úkraínu þar sem karlmönnum á herskyldualdri er bannað að ferðast úr landi.

Séu fallnir og særðir taldir saman nemur heildarfjöldi þeirra, úr liðum beggja, allt að 480 þúsund manns, eins og Insider setur í fyrirsögn sinnar fréttar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí