„Það er átakanlegt að fylgjast með því ofbeldi sem á sér stað í heiminum í dag,“ sagði Dave Prentis formaður PSI. Hann sagði að stríðið sem geysar milli þjóða, í Palestínu og Ísrael, í Úkraínu og víðar í veröldinni deyji fólk sem ríkisstjórnir þessara landa hafa valdið sínu fólki og heiminum öllum. Opinbert starfsfólk deyr í störfum sínum á hverjum degi í þessum stríðum ásamt almenningi. Ríkisstjórnir landanna verða að bera virðingu fyrir störfum þeirra sem starfa í opinberri þjónustu við að sinna særðum í þessum hræðilegu stríðum. PSI ber líka ábyrgð á því að talað sé fyrir friðsamlegri tvíhliða lausn fyrir báðar þjóðir,“ sagði Dave og vísaði í ályktun þingsins nr. 48.
Samkvæmt tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Palestínu er tala látinna nú um 2450 og um 8600 eru slasaðir. Ef Ísrael skrúfar ekki frá vatni til Gaza svæðisins munu fleiri deyja en um 2 milljónir manna fá ekki aðgang að vatni og rafmagni. Í Ísrael er tala látinna nú um 1400 auk slasaðra sem eru um 3000 talsins þegar þetta er skrifað.
Þeir sem kváðu sér hljóðs á þinginu undir umræðum um ályktunina voru eðlilega mikið niðri fyrir þegar þau töluðu með eða á móti ályktunni þar sem segir: Það er kominn tími til að alþjóðasamfélagið axli ábyrgð sína, vinni eftir diplómatískum leiðum að því að stöðva stríðið, verndi óbreytta borgara, taki á rótum og orsökum átakanna milli Palestínu og Ísraels, þar á meðal hernáminu á palestínsku svæðunum og krefjast þess að ályktunum Sameinuðu þjóðanna verði framfylgt fyrir rétti Palestínumanna til að eiga kost á lífvænlegu lífi í Palestínu, ásamt því að lifa í mannlegri reisn, samhliða öruggu Ísrael. Mörgu fólki á þinginu fannst ályktunin ekki nógu afdráttarlaus.
„Stríðsmaskína Ísraels er nú að vinna að því að gereyða palistínsku þjóðinni. Við getum ekki sætt okkur við að Ísraelsher brjóti alþjóðalög sem kveða á um að hlífa skal almenningi í stríðsátökum. Samt er Ísraelsher að drepa börn og almenning,“ sagði Jowayriah Safadi, talsmaður stéttarfélags opinbers heilbrigðisstarfsfólks í Palestínu.
Frank Werneke.
„Það er engin ríkisstjórn í heiminum sem styður, né myndi styðja hryðjuverk Hamas. Dráp þeirra á börnum og þegnum Ísraelsríkis eru hryðjuverk. Við verðum að tala fyrir friði, krefjast þess að að Hamas leysi úr haldi gíslana og viðri alþjóðalög,“ sagði Frank Werneke formaður bandalags opinberra starfsmanna í Þýskalandi.
Vicky Byrd.
„AFT kallar eftir því að bundinn sé endir á stíðið milli Ísraels og Palestínu og blóðbaðið verði stöðvað,“ sagði Vicky Byrd sem starfar fyrir samtök hjúkrunarfræðinga í Montana í Bandaríkjunum sem talaði úr sal.
Juneita Batista.
„Við hvetjum til þess að Ísrael hætti árásum sínum á Palestínu strax. Við fordæmum viðbragðaleysi alþjóðasamfélagsins vegna árása Ísraels á almenning á Gaza og Palestínsku þjóðinni. Ísrael er að fremja stríðglæpi í stríðinu gegn Palestínsku þjóðinni,“ sagði Juneita Batista, almennur þáttakandi á þinginu, með hnefann á lofti og tárin í augunum.
Uppfært 18:00: Ríkisstjórn Ísraels hefur nú skrúfað frá vatni til Gaza svæðisins samkvæmt fréttum frá Hvíta húsinu. Almenningur hafði verið án rennandi vatns í viku.
Frétt af vef Sameykis.