Áslaug reyndi að niðurlægja Svandísi fyrir fullum sal af kvótakóngum

„Ég viðurkenni að það er reyndar mjög freistandi að tala um málefni líðandi stundar, bara mjög freistandi. Ég gæti rætt um gullhúðun íslenskra stjórnvalda og þungt regluverk ESB. Ég gæti rætt um hvalveiðar, nú eða sjókvíaeldið – eða bara Samkeppniseftirlitið og jafnvel verktaka þess, ráðuneytið sem er einmitt í sama húsi í B26. Ég gæti líka rætt samnefnarann yfir þetta flest: Svandísi Svavarsdóttur.“

Þetta sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, á Sjávarútvegsdeginum fyrr í dag en þar hélt hún hálfgert uppistand fyrir helstu kvótakónga Íslands. Það segir sína sögu að henni hafi verið boðið að halda erindi en ekki Svandísi, sem er jú ráðherra þessa málaflokks. Það ætti þó ekki að koma á óvart í ljósi þess að það voru Samtöku fyrirtækja í sjávarútveg, sem áður hét LÍÚ, sem stóðu að þessum fundi.

En Áslaug Arna hélt áfram að tala um Svandísi: „Hún situr með mér í ríkisstjórninni. Ríkisstjórninni sem þið öll auðvitað elskið svo heit og innilega. Um hana get ég sagt eitt, ríkisstjórnina, ekki Svandísi: Þessi ríkisstjórn er skárri með Sjálfstæðisflokknum í henni en án hans.“

Hér fyrir neðan má sjá ræðu Áslaugar Örnu í heild sinni, en hún tekur til máls þegar 11 mínútur og 30 sekúndur eru liðnar:

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí