Bandarískir handritshöfundar samþykkja sögulegan samning með 99% atkvæða

Það er ekki óvænt heldur í samræmi við væntingar og það sem fram hefur komið um samningana, að meðlimir stéttarfélagsins Writers Guild of America (WGA) samþykktu þá samninga sem náðust við fulltrúa framleiðenda. Að 99 prósent hafi greitt atkvæði með samningunum er þó óvenju afgerandi niðurstaða, og má hafa til marks um þann árangur sem félögunum þykir hafa náðst með fimm mánaða löngu verkfalli.

Sýnilegustu áhrif verkfallsins voru ef til vill að í 146 daga sáust bandarískir spjallþættir ekki á skjánum – framleiðsla leikins efnis, sjónvarpsþáttaraða og kvikmynda tekur lengri tíma og skortur á því birtist áhorfendum ekki með sama hraði. En framleiðendur urðu sannarlega varir við stífluna í kerfinu. Meðal kvikmynda sem var frestað voru Avatar 3, 4 og 5, sem eru þó víst allar á leiðinni fyrr eða síðar, Captain America-mynd frá Disney, Challengers frá MGM, Godzilla x Kong frá Warner Bros, Spider-Man mynd frá Sony, framhald á Karate Kid, Star Wars, Super Mario Bros og svo framvegis. Meðal sjónvarpsþáttaraða má nefna 20. misseri Grey’s Anatomy, 6. misseri The Handmaid’s Tale, 23. misseri Law & Order, 7. misseri Rick and Morty,35. misseri The Simpsons. Öll ritunar- og framleiðsluferli fóru aftur af stað þegar samningar náðust, þann 24. september, þó að atkvæðagreiðslu félagsmanna lyki ekki fyrr enn nú, undir miðjan október.

Eins og áður hefur verið fjallað um þykja samningarnir sögulegir, meðal annars í ljósi þess að vera meðal fyrstu, ef ekki allra fyrstu, kjarasamningar þar sem settar eru skorður við notkun gervigreindar.

Heimild: Sky.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí