Dýrasti pabbi Íslandssögunnar – Benedikt Sveinsson við það að fella tvær ríkisstjórnir í röð

„Skyldi einhver maður úti í bæ annar en pabbi Bjarna Ben hafa afrekað það að fella tvær ríkisstjórnir? (Ég gef mér að ríkisstjórnin lifi þetta ekki af.)“

Þetta skrifar Eiríkur Rögnvaldsson, fyrrverandi prófessor við Háskóla Íslands, á Facebook vegna þeirra tíðinda að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi sagt af sér sem ráðherra. Eiríkur bendir réttilega á það að þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem gjöðir Benedikts Sveinsonar valda því að sonur hans, Bjarni, missir ráðherrrastól. Og síðast var hann þess valdandi að enginn forsætisráðherra Íslandssögunnar hefur setið skemmri stund í forsætisráðherrastólnum en Bjarni.

Nú er það vegna þess að umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að Bjarni mátti ekki selja pabba sínum hlut í Íslandsbanka. Þar áður var það eiginlega enn skammarlegra, þá féll ríkisstjórnin út af furðulegu dálæti Benedikts á barnaníðingi. Ríkisstjórn Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins féll í grunninn vegna þess að Benedikt hafði reynt allt sem hann gat til að greiða götu Hjalta Sigurjóns Haukssonar, sem hafði verið dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsisdóm fyrir barnaníð. Benedikt var þess valdandi að þessi viðbjóðslegi glæpamaður fékk uppreist æru. Það hefur löngum verið ráðgáta hvers vegna Benedikt lagði sig fram við að aðstoða svona mann sem hann átti engin fjölskyldubönd við og óljóst er hvernig hann þekkti.

En Eirkur Rögnvaldsson er ekki sá eini sem bendir á að Bjarni á einstaklega vondan pabba. Það gerir Marinó G. Njálsson einnig og í nokkuð lengra máli.

Hér fyrir neðan má lesa pistil hans í heild sinni.

Í annað sinn gerist það, að athafnir Benedikts Sveinssonar verða til þess að Bjarni sonur hans missir ráðherraembætti. Í fyrra skiptið skrifaði hann upp á uppreist æru fyrir kynferðisbrotamann og núna stenst hann ekki tækifærið til að græða örlítið. Að hann skuli ekki hafa lært af fyrra atriðinu, er sorglegt.

Kaldhæðnin með Íslandsbankabréfin, er að þau eru komin niður fyrir 110 kr. (standa í 109,00 kr. í þessum skrifuðum orðum). Hann gat ekki séð það fyrir og kaupin á þeim var fyrst og fremst tækifæri til að fá smávægilegan afslátt.

Virði ákvörðun Bjarna og hve harður hann er á því að virða beri álit umboðsmanns, þó hann sé ekki sammála því. Er það mjög mikill viðsnúningur frá því sem áður hefur verið, þar sem ráðherrar hafa ítrekað litið á dómstóla og umboðsmann sem ómarktæka álitsgjafa utan úr bæ. Vonandi er þetta upphaf að stefnubreytingu í íslenskum stjórnmálum, þar sem stjórnmálamenn axla ábyrgð af mistökum sínum, þó þau hafi verið framin í grandleysi, eins og umboðsmaður bendir á. Umboðsmaður bendir þó líka á, að hvorki hann né almenningur hafi neitt til sannreyna það grandleysi.

Miðað við viðbrögð Bjarna, þegar það var upplýst að faðir hans hafði tekið þátt í Íslandsbankaútboðinu, þá trúi ég því, að hann hafi ekki vitað af því fyrirfram. Hitt er, að útboðsferlið á Íslandsbankabréfunum var klúður og sem æðsti ábyrgðaraðili á því ferli, má segja að vissu réttlæti sé fullnægt með afsögn Bjarna Benediktssonar, þó hún sé á öðrum forsendum.

Spurningin er nú hvort Bjarni fari í annað ráðuneyti (og þá er utanríkisráðuneytið líklegast) eða hvort hann stígi skrefið til fulls og hætti á þingi

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí